Skírnir - 01.01.1939, Page 19
16
Guðmundur Gíslason Hag-alín
Skírnir
þarna sammála Sveini gamla káta, neiti ekki því, að ann-
að líf kunni að vera til, en sé ekki heldur viss um það, og
sætti sig alls ekki við guð sem refsandi harðstjóra, sem
aflífi einn til þess að betra annan.
Þá er lífsskoðun Sveins gamla og niðurstaða sögunnar.
Fyrir honum hefir alltaf vakað, þó að hann færi á hrepp-
inn, að vera „einhvern tíma alminnilegur maður, ..., held-
ur en svona hálfgildings steinn, eða þá hundur — þó að það
séu vitrustu dýr, sem til eru á jörðinni". Og Sveinn segir,
að aðahnunurinn á mönnum og svo dýrum eða dauðum
hlutum, sé sá, að manninum einum geti liðið „eiginlega
vel“. Með öðrum orðum: Sá hæfileiki mannsins til lífs-
nautnar, sem hin þroskaða skynsemi hans og hið marg-
brotna tilfinningalíf skapar honum, er lífsgildi út af fyrir
sig, lífstilgangur í sjálfu sér. Þarna er nokkuð nálgazt efn-
ishyggju og er mjög ólíkt því, þegar Einar lætur fóstruna
í sögunni Marjas segja, að ef við slokknum út af, þá sé
allt hégómi.
Vert er að athuga, hvernig lýst er hinni almennu guð-
rækni í þessari sögu. Sögumaðurinn spyr Svein káta:
— Varstu guðhræddur þá?
— Ojú ja jú, svona, jú, það var eg nú eiginlega, það
er að segja, mér þótti gaman að syngja fjörug og skemmti-
leg sálmalög, en aftur á móti hafa mér æfinlega leiðzt
bænir og prédikanir og hugvekjur. Það er að segja, að
meðan Jónsbók var lesin, þótti mér það ekki svo fjarska-
lega leiðinlegt, en síðan farið var að lesa þessa Péturspost-
illu, þá hefir mér fundizt það hálfgert sálarópíum“.
Guðræknin, sem þarna er spegluð, er ekki verð sérlega
mikils, og sérstaða Jónsbókar, sem er enn þann dag í dag
góðar bókmenntir, og svo orðið sálarópíum, bendir í þá
átt, að um leið og Einar sé að lýsa því, sem hann hefir
þótzt verða vísari um guðrækni almennings, þá meini hann
eitthvað svipað sjálfur. Þá kemur það fram í sögunni,
að fólkið á heimilinu, sem Sveinn var á, þegar hann var
upp á sitt bezta, söng í belg og byðu, „fjörug og skemmti-
leg sálmalög“ og Andra- og tjlfarsrímur sér til afþrey-