Skírnir - 01.01.1939, Síða 20
Skírnir
Einar Hjörleifsson Kvaran
17
ingar. Sveinn er einnig látinn segja, að sér hafi leiðzt all-
ar serimoníur — og að hann hafi ekki verið kirkjurækinn.
Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn kynntist Einar
Kvaran raunsæisstefnunni og gaf út ritið Verðandi, ásamt
þrem öðrum íslendingum, en það bar boð þessarar stefnu
hingað til Islands. Aldrei hefir stefnan haft nein gagntak-
andi áhrif á Einar Kvaran, ef dæma skal af skáldverkum
hans. Hann hefir aldrei gengið henni gagnrýnilaust á
vald, eins og fjöldi norrænna rithöfunda á þessum árum.
En hún hefir ýtt undir efagirni hans, andstyggð hans á
hræsni og skinhelgi og eflt hjá honum frjálsa hugsun. —
Einnig hefir sú formfágun, sem fylgdi þessari stefnu,
þroskað hann sem listamann. Hann hefir ennfremur á há-
skólaárum sínum kynnzt hinum félagslegu hreyfingum,
sem þá voru á uppsiglingu, og þær hreyfingar hafa áreið-
anlega styrkt meðaumkun hans með smælingjunum og ýtt
undir þá tilfinningu, sem liggur til grundvallar hinum
hörðu dómum hins annars varfærna og milda manns á
ójöfnuði, harðýðgi og samvizkulausri fjárhyggju. Þá verð-
ur heldur ekki um það deilt, að eitt af kvæðum hans sýnir,
að þróunarkenningin eða Darwinisminn hefir ekki verið
honum óhugþekk.
Vonir, er næstelzt af þeim sögum Kvarans, sem hann
sjálfur hefir viðurkennt, eftir að hafa sem fullþroska
maður lagt á þær sinn mælikvarða. Hún var skrifuð árið
1888, og er hún því 5 árum yngri en Sveinn káti. En mun-
urinn á þessum sögum er mjög mikill.
Þegar Kvaran skrifaði Vonir, var hann búinn að vera
um hríð ritstjóri í Winnipeg í Kanada, og sagan gerist
bæði þar og hér á íslandi. Er það fljótsagt, að sagan er
hrufulausasta og fullkomnasta listaverk skáldsins, þó að
margt hafi hann með ágætum gert — og væri hún bók-
menntum hverrar þjóðar til sóma. Stíllinn er látlaus, en
þó breytilegur, eftir því sem við á, lýsingar atburða og um-
hverfis með ágætum, persónurnar ljóslifandi og listtæknin
svo sem bezt verður á kosið. Sagan hefst daginn sem hóp-
ur íslenzkra útflytjenda er að koma til Winnipeg. Allt er
2