Skírnir - 01.01.1939, Síða 21
18
Guðmundur Gíslason Hag'alín
Skírnir
á iði af eirðarleysi og eftirvæntingu. Fólkið getur hvergi
verið kyrrt. Nema einn maður, hinn langi og luralegi Ól-
afur. Hann situr og hvorki heyrir né sér. Og hvort er hann
þá hugsunar- og tilfinningalaus drangur í brimgarði eftir-
væntingar og órór? Nei, hann er lamaður af eftirvæntingu.
Einmitt þetta, að lýst er ys og þys, óró og eirðarleysi allt
í kringum Ólaf, gefur lesendunum svo magnþrungna til-
finningu þess, hve eftirvænting hans er sterk. Þá er lýsing-
in á því, þegar lestin kemur á stöðina, þar sem frændur,
vinir og kunningjar bíða, hið ólgandi líf, hinar æpandi
andstæður: íslendingar, sem koma að heiman, luralegir í
hreyfingum og búnir eins og við kirkju á vetrardegi í ís-
lenzkri sveit, og svo hinir, þeir sem hin nýja móðir Amer-
íka hefir rennt og sorfið af sinni tækni. Samfundir Ólafs
við unnustuna, sem farið hefir á undan yfir hafið fyrir
hans fé! Fyrst undrun hans. „Það var eitthvað það, fannst
honum, við þessa stúlku í hvíta kjólnum, sem gerði það
að verkum, að það náði engri átt, að hann snerti hana“.
Það kemur svo í Ijós, að hún vill ekkert af honum vita,
skammast sín fyrir hann. Frábær er lýsingin á geðhrifum
hans, fyrst lamandi sorg, síðan útlausn hins óbærilega
spennings í barnslegum, einstæðings gráti, þar sem Ólaf-
ur grúfir sig niður í sléttuna, „ómælilega, endalausa, sem
er full af friði og minnir á hvíldina eilífu“.
Hvíldina eilífu, segir Einar Kvaran þarna, en annars
gengur hann engra annara erinda í þessari sögu en þeirra,
að lýsa sem bezt og gleggst, jafnt ytra sem innra, hinni
amerísku fágun og hinum íslenzka luraleik, hinni djúpu
einlægni og einfeldni hins óspillta náttúrubarns og hinu
falska gliti, hinni samvizkulausu hégómagirni og hinni
hjartalausu ónærgætni hinnar amerísk-íslenzku hofróðu.
En allt er þetta svo til athugasemdalaust, óhlutdrægt, að
því er virðist sannleikanum samræmt og því áhrifaríkt og
lítt gleymanlegt.
Árið 1896 skrifaði Einar Kvaran sögu þá, sem heitir
Brúin. Hún ber allglögg merki raunsæisstefnunnar, en þó
er blærinn yfir endinum vart í hennar anda. Sagan er ekki