Skírnir - 01.01.1939, Page 22
Skírnir
Einar Hjörleifsson Kvaran
19
jafn snilldarlega fáguð og stílhrein eins og Vonir, en þó
er hún alleftirminnileg. Þarna ræðst Einar Kvaran á aft-
urhaldið í sveitunum, gamla og gróna stórbændur, sem
miðuðu allt við sjálfa sig og gátu ekki vitað varið fé til
neinna almennra framkvæmda, nema þeir hefðu sjálfir af
því persónulegan hagnað. Skáldið segir um Sigvalda bónda:
„Og með öðrum dugnaðar- og framkvæmdamönnum
hafði honum tekizt að fá því framgengt, að aldrei skyldi
neitt vera gert af því, sem aðrir ætluðust til, að menn
gerðu sameiginlega ... Hann sýndi staka framtakssemi í
því, að vinna á móti eyðslunni“.
Þessi ádeila er snilldarlega framsett.
í byrjun sögunnar er greinilegur endurómur frá háreysti
þeirrar baráttu, sem á þessum tímum var háð úti í heimi:
„Hrafnarnir höfðu setið á þingum í mýrarholtunum,
svartklæddir, og krunkað viturlega, eins og þjóðmála-
görpum sómdi. Og þeir höfðu ráðstafað málefnum stéttar-
innar samvizkusamlega ...“
Hinir svartklæddu þjóðmálagarpar og orðið stétt benda
greinilega á sambandið út á við, þar sem annað var orðið
uppi á teningnum í atvinnumálum og stjórnmálum en hér.
I þessari sögu kemur fram tilhneiging fólksins til „flótt-
ans úr sveitunum“. Margrét, dóttir Sigvalda, hefir verið
í Reykjavík. Hún unir sér síðan illa heima í sveitinni,
finnst hún ekkert hafa að sækja til hinna stúlknanna, enda
virðist þeim hún orðin mikið breytt. En hjá skáldinu verð-
ur ekki vart neinnar tilhneigingar til áfellisdóms yfir
stúlkunni. Það er ekki einu sinni andblær af neinu slíku
í stílnum. Skáldinu finnst meira að segja ekkert eðlilegra
en að Margrétu leiðist. Honum finnst náttúrlegt, að þeg-
ar hún hefir ekki neinn til að tala við, þá verði sálarlíf
hennar „fölt og þróttlítið, gleðisnautt, hluttekningarlaust
í högum annara og óstutt af annara hluttekningu". Hann
skilur til fulls þýðingu sálu- og samfélags, deilir á hið and-
lega ljósleysi íslenzks fásinnis og á þá heilbrigðishætti, að
kyrgja ljósinu leið inn í híbýli fólksins. Um trúmál snýst
þessi saga alls ekki neitt. Það er aðeins vikið að þeim í
2*