Skírnir - 01.01.1939, Síða 23
20
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
sambandi við kirkjugöngu. Margrét hefir enga trúarvissu,
og hún hrífst einungis ósjálfrátt af söngnum og organ-
slættinum í kirkjunni, en á ræðu prestsins hlustar hún
ekki í samhengi.
Sem dæmi upp á eitt af hinum sérstæðu stíleinkennum
Kvarans, sem áður hefir verið á minnzt, má benda á eftir-
farandi setningar úr þessari sögu:
„Læknirinn fann, að höndin var köld, en mjúk fann hann
að hún var, og lítil fann hann að hún var, og hvít vissi
hann að hún var ...“
4.
I hinni stóru sögu Einars Kvarans, Ofurefli, sem út kom
árið 1908, segir svo um séra Þorvald:
„Hugurinn renndi sér eins og fálki fram hjá endur-
minningunum um það, er Þorvaldur hafði fengið áreiðan-
lega vitneskju þess á Englandi og í Vesturheimi, að svip-
aðar dásemdir væru enn að gerast í heiminum eins og ýms-
ar þeirra trúarfrásagna, er hann hafði véfengt. Aftur
hafði fjarað út af skerinu. En á hugarfarinu hafði engin
breyting orðið. Hin nýja vitneskja hafði enn ekki sam-
þýðzt huganum. Hún var ekki annað en þekking, sem lá
í kögglum. Jók enn ekki gróður andans“.
Svo kemur lýsing af því, þegar séra Þorvaldur sat í
Lundúnum og las frásagnir frá Sálarrannsóknarfélaginu
brezka. Hann fór þá að hugöa um, út af sérstöku atviki,
hvað það í rauninni væri, sem hann langaði til að vita.
Hann komst svo að þeirri niðurstöðu, að það væri þetta:
Hvað mundi verða um sjálfan hann og allar aðrar lifandi
verur í alheiminum? I rauninni fannst honum þetta hlá-
leg löngun. Hann, sem vissi ekkert, hann vildi vita um
þetta allt. Fyr mátti nú vera heimtufrekjan.
Um tíu ára skeið, eða frá 1885—1895 var Einar Kvaran
í Ameríku. Eftir að hann kom heim til íslands, kenndi
hann brjóstveiki og fór suður á Korsíku sér til heilsubótar.
Þar dvaldi hann um hríð. Þaðan skrifaði hann skemmti-
legar greinar, og þar samdi hann einnig söguna Litli