Skírnir - 01.01.1939, Síða 24
Skírnir
Einar Hjörleifsson Kvaran
21
Hvammur. Saga þessi er mjög vel skrifuð, skemmtileg og
hressandi. Persónulýsingarnar eru glöggar, ekki sízt af
eldra fólkinu. Islenzkri náttúru og unaði sumarsins í ís-
lenzkri sveit er þarna prýðilega lýst. Yfir sögunni er meira
af sól og sumri en tíðast er yfir sögum Kvarans. Hinn
sjúki gáfumaður og skáld sér land sitt í sumarhillingum,
en fer þó ekki út í neinar öfgar í lýsingum sínum á dýrð
þess. Þarna hyllir skáldið líka konuna í fyrsta sinn, en
ekki síðasta, með mjög sterkum orðum:
„Þær trúa því, ef vér segjum, að vér elskum eða hötum.
Þær brosa ekki að raununum, enda þótfe þær séu ímyndun
ein, né að köstulunum, þótt þeir séu loftkenndir nokkuð.
Þær trúa á æskueldinn heilaga í brjóstum vorum, að hann
slokkni aldrei“.
Dásemdir þess lífs virðast nú fá tvöfalt gildi hjá hinu
sjúka skáldi.
Þá er aðstaðan til hinna andlegu mála. Hér hefir þegar
verið birtur kafli úr Ofurefli, sem er mjög athyglisverður.
Séra Þorvaldur hafði kynnzt rannsóknum dularfullra fyr-
irbrigða, en hin nýja vitneskja hafði ekki samþýðzt hug-
anum. Það er ekki ólíklegt, að þetta eigi við það, sem höf-
undurinn hafði sjálfur reynt. Og trúlegt er, að honum
sjálfum hafi til að byrja með fundizt hlálegt, að hann
skyldi vilja vita, hvað yrði af honum og öllum öðrum lif-
andi verum í alheiminum. En svo koma veikindin, brjóst-
veikin, sem svq margan hefir pínt á sál og líkama og síð-
an lagt í gröfina. Einar Kvaran hafði alltaf hugsað mikið
um trúmál, og nú hlaut hugsun hans að sveigjast enn
uieira að þeim. En hann hefir sagt í einni af sögum sínum,
Vitlausu Gunnu:
„í sál hennar var ekki nokkur slæðingur af efa, aðal-
hjáning mannkynsins“.
Þessi orð bera það með sér, að þau eru sögð af djúpri
alvöru og dýrkeyptri reynslu. Og Einari Kvaran dugði
ekki trú. Hann þurfti sannanir. Og í sönnunaráttina höfðu
bent hinar amerísku og ensku rannsóknir dularfullra fyr-