Skírnir - 01.01.1939, Page 25
22
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
irbrigða, sem hlutu að vekja upp hjá hverjum íslendingi
fjölda sagna um svipi og ýmsa furðulega atburði.
I Litla-Hvammi stendur:
„Hún hugsaði um móður sína, sem ekki átti annað eftir
en að liggja í rúminu alla sína æfi, og ekkert hafði að
hugga sig við annað en trú sína. Eins eða þaðan af verr
og raunalegar gat farið fyrir hverjum sem va/r“.
Það er ekki vandi að hugsa sér sambandið milli þessara
orða og sjúkleika Einars Kvarans, þegar hann samdi sög-
una.
Það er fleira en þetta í sögunni Litli-Hvammur, sem
bendir á, að Einar Kvaran hafi, þegar hér var komið, ver-
ið farinn að hugsa dálítið á annan hátt um trúmál en áður.
Hann hefir að minnsta kosti verið hættur að víkja frá sér
hugsununum um þau með hálfgildings kulda og tómlæti.
Sigurgeir, sem sagt er frá í Litla-Hvammi, lendir í mjög
erfiðum raunum. Þetta verður til þess, að hann fer að
biðja til guðs. Hann er maður með hugsunarhætti upp-
iýstra manna frá þessum tíma. Og hann er hissa á sjálf-
um sér, þegar hann hefir beðið bænina. Honum þykir
meira að segja hálfgerð skömm að því. Það ástand hans,
sem kom honum til að biðja, hefir ekki staðið í neinu sam-
bandi við lífsskoðun hans. Það hefir verið „eins og eitt-
hvert hálf-veiklað, hálf-hlægilegt aðskotadýr, sem villzt
hafði inn í sál hans“.
Þarna er greinilega sjálfsreynsla á bak við hjá höfund-
inum. Og það liggur beinlínis í frásögn hans, að þegar
hann skrifar um þetta atvik, þá er sú afstaða til bænar-
innar, sem þar kemur fram, ekki lengur hans eigin. Hann
lítur niður á þá afstöðu:
„Oddborgaraeðlið er orðið svo ríkt í oss, að oss hættir
við að fyrirverða oss, hvenær sem vér gefum oss eitt
augnablik á vald einfaldri og sterkri tilfinningu, — enda
þótt enginn hafi orðið þeirrar yfirsjónar var nema vér
sjálf ir“.
Mjög merkilegt atriði þessarar sögu er athugun höfund-
arins á fyrirgefningunni, hinu geysimikilvæga atriði í vel