Skírnir - 01.01.1939, Page 26
Skírnir
Einar Hjörleifsson Kvaran
23
flestum seinni sögum hans. Til skýringar á þörfinni fyrir
hana grípur hann til atviks frá bernskuárunum. Slík at-
vik notar Einar Kvaran oft í sögum sínum til skilnings-
auka á hugsunar- og tilfinningalífi persóna sinna. Honum
hefir auðsýnilega verið ljósara en flestum hér á landi fyr-
ir nokkrum áratugum, hve mikilvæg áhrif bernskuáranna
eru fyrir alla mótun mannsins. Um fyrirgefninguna virðist
Kvaran þegar í þessari sögu kominn að þeirri niðurstöðu,
að hún sé manninum nauðsynleg — og auðvitað þá fyrir
það, að hún léttir af honum þeirri sektartilfinningu, sem
annars getur orðið honum sífelld uppspretta órór og kvíða
og einnig broddur haturs og löngunar til að vinna þeim
mein, sem maðurinn hefir gert rangt til, en telur sér trú
um, að hann hafi orðið að þola órétt frá. En Kvaran virðist
ekki aðeins telja, þegar hann skrifar þessa sögu, að mann-
inum sé nauðsynlegt að fá fyrirgefningu frá þeim, sem
hann hefir brotið gegn. Þó að hann fái hana, þá sé samt
eftir í sál hans brennimark misgerðarinnar — sé eftir
eins og svört klessa á hvítum pappír. Maðurinn hafi saurg-
að sig og þurfi að þvo sig hreinan. Og til þess þurfi hann
að brjóta odd af oflæti sínu, beygja sig, biðja til guðs, sér
æðra valds, finna sig að minnsta kosti lítillækkast.
Þá má ekki hlaupa yfir hugsanir Solveigar í sögu þess-
ari, hugsanir hennar um guðdóminn, þá er henni finnst
ekki lengur neitt réttlæti vera til:
„Það var guðs, að sjá um, að níðingsverk væru ekki
unnin. Hcmn gat ekki þurft neitt á þeim að halda, og það
voru engin útlát fyrir hann, almáttugan guð, að afstýra
þeim. Hún, sem var ekki annað en syndug manneskja,
mundi afstýra hverju níðingsverki, sem hún ætti kost á.
Og svo gjörir guð almáttugur það ekki, — hann, sem jafn-
framt er algóður! Var nokkurt vit í þessari kenningu?
Nei, annaðhvort var guð ekki almáttugur, eða hann var
ekki algóður — beinlínis vondur — eða hann var ekki til“.
Hver er sá hugsandi maður, uppalinn í kristinni trú,
eins og hún hefir verið boðuð hér um aldir, að hann kann-
ist ekki við þessar hugsanir? Hjá Einari Kvaran koma þær