Skírnir - 01.01.1939, Síða 27
24
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
aftur og aftur fram í skáldsögum hans, unz hann hefir
fundið lausn á vandamálinu í sögunni Gull, svo sem síðar
verður vikið að. Hann gat ekki sætt sig við annað, en að
guð væri bæði almáttugur og algóður, og svo varð hann
að geta varpað tvíhyggjunni fyrir borð, losað sig og þá
aðra, er vildu aðhyllast þá sannfæringu, er hann hafði öðl-
azt, við hinn ægilega grun um myrkrahöfðingjann og vald
hans, grun, er áður hafði verið trd og þjakað kynslóð eft-
ir kynslóð.
Seinast í þessari sögu segir svo Guðríður gamla, hin
ágæta kona, sem höfundinum tekst mjög vel að lýsa:
„Eg vona, að það sé einhver Litli-Hvammur á strönd-
inni fyrir handcm“.
Þetta eru síðustu áhrifaorð þessarar sögu. Það þarf
ekki frekari skýringar við. Það er auðséð, hvert stefnir.
Árinu yngri en Litli-Hvammur — eða frá 1898 — er
sagan Örðugasti hjallinn. Hún er mjög vel byggð, og þrátt
fyrir hið erfiða form — sagan er lögð í munn aðalpersón-
unni — er hún þrungin af undarlega áhrifaríku magni.
Persónulýsingarnar eru allar ljóslifandi, en lýsingin á sál-
arlífi Þórdísar ber stórum af. Ýtarlegri sálkönnun er ekki
að finna í íslenzkum bókmenntum, og skal einkum bent á
frásögnina um Þórdísi, frá því að samtal hennar og sýslu-
mannsins hefst og þar til bóndi hennar hefir fundið hana
í fjárhúsinu og fer með hana heim.
í þessari sögu kemur fram alveg nýtt viðhorf hjá skáld-
inu. Það, sem hann nú leggur alla áherzluna á, er skyldan,
að maðurinn lifi ábyrgu lífi, hvað sem kröfum ástríðanna
líður, því það spilli manninum, að víkja af vegi skyld-
unnar.
„— Eg veit það nú, segir Þórdís, að gróður hjartans
skrælnar aldrei eins og í ábyrgðar- og iðjuleysinu, að það
er ekkert, sem eins vel lýkur upp frjóvunarlindunum eins
og viðleitnin við að gera skyldu sína. Líf mitt snerist allt
inn á við — varð að verkalausri trú, kærleikslausu tilfinn-
ingafálmi, óljósum draumum, sem vantaði allan veruleik,
löngun eftir einhverju óvæntu, óvenjulegu, óhugsanlegu“.