Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 28
Skírnir
Einar Hjörleifsson Kvaran
25
Þetta, sem hér hefir verið tekið upp, er þungamiðja
þess, sem höfundur vill segja í sögunni. Einmitt þá er Ein-
ar Kvaran hneigist verulega að þeirri skoðun, að það sé
líf eftir þetta, þá leggur hann áherzlu á ábyrgð og skyldu
í þessu lífi. Veruleika- og réttlætiskennd hans segir hon-
um, að eftir siðferðilegum þroska mannanna fari líf og
aðstaða þeirra eftir dauðann, þó að hann hinsvegar geti
ekki sætt sig við hina gömlu kenningu um eilífa útskúfun.
Og hann dæmir sveimandi og athafnalaust trúarlíf sem
ábyrgðarlaust og gildislaust tilfinningafálm. Hann hafði
allt frá æsku séð, hve það var ófrjótt.
Þá lætur hann Þórdísi segja:
„— ... Gleðin hefir ekki á nokkurn hátt bjargað mér.
Það er hluttekningin með’ sorginni, lotningin fyrir henni,
skilningurinn á henni, sem hefir forðað mér frá að verða
vond kona og hleypt heilbrigði inn í mitt líf“.
Höfundurinn hefir látið prenta orðin mér og mitt með
breyttu letri. Það gefur þessu, sem sagt erð alveg sérstak-
lega persónulegan blæ. Því er ekki haldið blákalt fram, að
það gildi almennt. En maður freistast til að halda, að
þarna sé ein af þeim föstu niðurstöðum, sem skáldið hefir
komizt að fyrir sitt leyti. Hluttekningin með sorginni, lotn-
ingin fyrir henni, skilningurinn á henni ... Það er tillitið
til annara, hjálpin til þeirra, sem bágt eiga, samúðin með
þeim, það er þetta, sem veitir manninum andlegan vöxt,
hleypir heilbrigði inn í líf hans, forðar honum frá þeirri
eitrun, sem einangrunin og sjálfshyggjan valda.
1 samræmi við skoðun höfundarins á skyldunni eru þessi
orð, sem hann leggur í munn prestinum, föður Þórdísar:
„— Auðvitað hjálpar hann líka (drottinn). En hjálp
hans verður nokkuð óaðgengileg þeim, sem ekki hjálpa
sér sjálfir“.
En höfundurinn gerir ekki þær kröfur til mannanna, að
þeir verði neinir dýrðlingar. Þó að maðurinn geri skyldu
sína, þá er ekki þar með sagt, að hann geti upprætt ástríð-
ur sínar. Og það á ekki að þurfa að verða honum til dóms-
áfellis, þó að það ekki takist. Maður verður að vænta þess,