Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 29
26
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
að guð fyrirgefi það, sem manni er ósjálfrátt. Lægri hug-
myndir er ekki vert að gera sér um hann. Þórdís, sem hefir
barizt baráttu skyldunnar langa æfi, hún væntir eftir því,
að guð fyrirgefi henni, þó að hún biðji þess, að það verði
Ásgeir, sýslumaðurinn, sem hún hitti í öðru lífi, en ekki
Þorkell, bóndi hennar.
Það kemur fram í þessari sögu, hve Einari Kvaran hef-
ir verið ljóst, að hjátrúin hafði verið þjóðinni þungbært
ok. Þórdís segir:
„— Og því næst vöfðust ýmist allskonar voðafeikn hjá-
trúarinnar saman í huga mínum í eina bendu — eða gliðn-
uðu sundur — óteljandi feigðar og heljarmyndir, sem ís-
lenzkt myrkur, einangrun og þunglyndi hefir verið að
draga upp um tíu aldir ...“
Sá er þetta ritar hyggur, að það ógnarvald hjátrúar-
innar, sem Einar Kvaran kynntist í æsku og fáum, sem
reynt hafa, tekst að uppræta úr sínum innstu hugarfylgsn-
um, hafi átt sinn þátt í því, hve áhugi hans fyrir skýring-
um dularfullra fyrirbrigða var mikill. Það hafi út af fyrir
sig verið honum andleg þörf, verið honum léttir, að sjá
ljósbbjarma falla inn á hið skuggalega svið, þar sem vof-
urnar fylktu liði.
Vonir, Litli-Hvammur og Örðugasti hjallinn birtust í
bók, sem höfundur kallaði Vestan hafs og austan. Næstar
að aldri eru svo þær sögur, sem eru í Smælingjum, er út
komu árið 1908.
Fyrst er ævintýri, sem skáldið kallar Góð boð. Guð ætl-
ar að senda sál niður á jörðina, en henni lízt þar ekki á
blikuna. Hún kemur aftur og óskar eftir að fá að sleppa
við jarðlífið. Drottinn býður henni þá ýmiss af lífsins
æðstu gæðum. Hún þiggur ekki ástina, því að ástin fyrnist.
Hún þiggur ekki kærleikann, því að sá, sem elskar menn-
ina, verður fyrir svívirðingum og ofsóknum af þeirra
hendi. En hún kýs sér valdið yfir mönnunum. Þá segir
drottinn við sjálfan sig:
— Hún er alveg eins og allar hinar mannssálirnar. Hún