Skírnir - 01.01.1939, Page 31
28
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
„En hver sér nú um þurrkinn á heyinu heima hjá hon-
um?“
Umkomuleysi og örvæntingu hefir varla verið lýst átak-
anlegar en Einar Kvaran gerir með orðunum: „Mér hefir
aldrei lagzt neitt til“. Þá hefir höfundur þessarar greinar
ekki séð þess nein dæmi, að knúið hafi verið til jafn sterkr-
ar umhugsunar um mikilvægt allsherjarvandamál með
einni hversdagslegri setningu eins og Einari Kvaran tekst
að gera með spurningunni: „En hver sér nú um þurrk-
inn á heyinu heima hjá honum?“
Hverjum líður hún úr minni þessi spurning — og hver
er sá, sem minnist hennar, án þess að minnast þess, að
hafa oft hugsað eins og Kain, þegar hann sagði: „Á eg
að gæta bróður míns?‘<
Næsta sagan í Smælingjum er Skilnaður. Hún er skrif-
uð árið 1906. Hún lýsir þrautum gamallar konu, sem er
að missa son sinn til Ameríku, son, sem hún ann mest af
öllu í þessari tilveru. Hún trúir því ekki fyrst, að sonur
hennar ætli að fara. „Guð leggur ekki þyngri byrði á
nokkurn mann, en hann getur borið“. Og Ameríka er í
hennar augum versti staðurinn „í allri tilverunni — ríæst
aðsetursstað útskúfaðra manna“. Það getur því alls ekki
átt sér stað, að hún missi son sinn þangað. En síðan fær
hún að heyra það af vörum sonar síns sjálfs, að guð ætli
að leggja þetta á hana. Og svo getur hún ekki sagt ann-
að en þetta:
„— Eg sakna þín svo mikið!“
Hún liggur síðan hugsandi í rúmi sínu. „Fyrir hvað var
guð að hegna henni ?“ Hún, veltir þessu fyrir sér fram og
aftur. Hún kemst ekki að neinni endanlegri niðurstöðu, og
svo biður hún þá:
„— Ó, drottinn minn, heimtaðu ekki of mikið af mér.
Og kenndu mér að skilja, að þú sért góður“.
Þarna er engin úrlausn. Einar Kvaran hefir auðsjáan-
lega viljað láta lesendurna hugsa sjálfa um hinn átakan-
lega endi. Þessari gömlu konu hefir verið kennd sú trú,
sem gerir ráð fyrir, að guð refsi fyrir hvert smáægi, en