Skírnir - 01.01.1939, Síða 33
30
Guðmundur Gíslsson Hagalín
Skírnir
að guð hafi verið að refsa henni með því að taka drenginn
hennar frá henni.
Enn á ný barátta milli réttlætistilfinningarinnar annars
vegar og hugmyndanna um guð hinsvegar. Enn á ný sekt-
artilfinning, sem særir og kvelui'.
Þá er Ofurefli, sem áður hefir verið á minnzt. Sú saga
kom út sama árið og Smælingjar. Þar leggur skáldið fram
þá lífsskoðun, sem hann hafði öðlazt, því á því getur eng-
inn vafi leikið, að séra Þorvaldur í Ofurefli ber fram skoð-
anir skáldsins. Og séra Þorvaldur vissi, ,,að hann ætlaði
að vera guðs megin, sannleikans megin, réttlætisins meg-
in, kærleikans megin alla æfi . . . Hann vissi, að hann gat
aldrei orðið trúaður maður með alveg sama hætti og hann
hafði verið í æsku. Hann vissi, að hann var orðinn frjáls
maður. Hann vissi, að sál hans fór aldrei aftur í þær flík-
ur, sem rifnað höfðu utan af henni. Hann vissi, að hann
gat aldrei tekið neitt trúanlegt fyrir þá sök eina, að aðrir
höfðu kennt það. Hann vissi, að andi hans gat aldrei fram-
ar lotið neinum manni. En hann vissi, að hann gat lotið
guði“.
Svo er þetta, sem nafn sögunnar bendir á. Er það ekki
ofurefli, að lifa eftir mælikvarða sannleika, réttlætis og
um fram allt kærleikans? TJr því sker sagan ekki, því svo
margt gott, sem um hana má segja, þá hefir höfundi ekki
tekizt að gera séra Þorvald nægilega mannlegan, nægilega
lifandi, nægilega sannfærandi. En Einari Kvaran fatast
ekki hér fremur en áður að lýsa smælingjunum, hvort sem
þeir eru búnir kostum eða göllum. Imba gamla og Grímur
skakkalöpp standa ljóslifandi fyrir lesendunum. Ágæt sam-
töl eru í bókinni, og hún er að ýmsu verðmæt lýsing á
Reykjavík, eins og hún var á þeim árum, þegar sagan
gerist.
Sama árið og Ofurefli kemur út, skrifar Einar Kvaran
söguna Marjas. Þar er allt ljóslifandi, persónurnar, sam-
tölin, hugsanirnar. Við kynnumst þeim virkilega sem lif-
andi verum Jónasi, Grími, Möngu, húsfreyjunni og drengn-
um, sem sagan aðallega segir frá. Og lýsingin á því, þeg-