Skírnir - 01.01.1939, Síða 34
Skírnir
Einar Hjörleifsson Kvaran
31
ar heimur hinnar barnslegu tiltrúar til mannanna hrynur
saman yfir drenginn er svo átakanleg, að það verkar ekki
sem fjarstæða, þegar fóstra hans spyr hann að því sem
fullorðinn mann, trúlausan á mennina og vitandi þá án
tiltrúar til sín, hvort hann sé raunamæddari þá en í það
sinn á bernskuárunum, sem frá er sagt í sögunni.
í samtalinu milli hans og fóstrunnar er það, sem hún
svarar því, að ef við slokknum út af, þá sé allt hégómi.
Þegar hér er komið, er það þá orðið svo fyrir höfund-
inum, að því er virðist, að þrátt fyrir það, þótt maðurinn
lifi í kærleika, sannleika og réttlæti, þá sé líf hans samt
hégómi, ef ekki taki neitt við hinum mebin. Og á þessum
árum var Einar Kvaran orðinn sannfærður spiritisti, tek-
inn að vinna að því af miklum áhuga, að kynna öðrum
Þær niðurstöður á rannsóknum dularfullra fyrirbrigða,
sem hin efagjarna sál hans sjálfs hafði tekið gildar sem
sannanir. En í skáldskap sínum beitir hann ekki ennþá
áhrifum frá öðrum heimi sem sálfræðilegum rökum.
Söguna Vistaskipti samdi Einar Kvaran á árunum 1908
—1909. Sú saga er ein af hinum beztu sögum hans, jafnt
að mannlýsingum, framsetningu og stíl. Sjaldan hefir Ein-
ari Kvaran tekizt betur upp með samtöl en í þessari sögu,
og einmitt vegna sannindablæsins er hún mjög áhrifamikil
sem ádeila. Og enn eru það Ólafarhendurnar, sem höfund-
urinn bendir á, Ólafarhendurnar, sem reka erindi sadisma
undir yfirskyni guðrækilegs uppeldis. Og hvílík beiskja og
fyrirlitning liggur ekki í eftirfarandi orðum:
»,Hún var álíka sveitt eins og Bleikskjóni. Eg fann
guðhræðsluvandlætinguna boga af henni með svitanum.
Hún var æfinlega sveitt. Og æfinlega guðhrædd. Á þeim
urum hugsaði eg mér guðhræðsluna æfinlega með svita-
lykt“.
Og síðar segir svo:
»,0g eg var að hugsa um, hvernig á því mundi standa,
að Þorgerður var guðhræddust allra manna, sem eg þekkti,
líka verst. Og eg var að hugsa um, hvort það mundi vera