Skírnir - 01.01.1939, Page 37
34
Guðmundur Gíslason Hagalín
Skírnir
skáldsins, að hann hrífur lesandann yfirleitt með sér. Og
sagan verður. þrátt fyrir öll efans mótmæli mjög eftir-
minnileg. Viljinn til hins góða er þar svo máttugur, að
hann tendrar glóðir, sem ekki slokkna.
5.
Það eru ekki skiptar skoðanir um það, að Einar Kvaran
hefir skrifað listrænar og áhrifaríkar sögur, og á því leik-
ur ekki nokkur vafi, að sögur hans hafa aukið næmi þjóð-
arinnar fyrir vel formuðum bókmenntum. Það verða og
allir víðsýnir menn að viðurkenna, að hann var einn af
mestu og áhrifaríkustu baráttumönnum þjóðarinnar fyrir
andlegu frelsi, fyrir lausn alls almennings úr viðjum
ómannúðlegra og skaðlegra erfðakenninga. Og þetta verð-
ur honum seint fullþakkað. Þá er starf hans í þágu smæl-
ingjanna í þjóðfélaginu. Það var mjög áhrifaríkt og mikil-
vægt. Loks er svo það, að hann leitaði sannleikans, unz
hann var sannfærður um að hafa fundið hann, og síðan
neytti hann krafta sinna fram til hins síðasta til þess að
boða hann öðrum.
Hvað sem því svo líður, hvort menn eru Einari Kvaran
sammála eða ekki, sammála um það, að það, sem hann
fann, hafi verið sannleiki — eða hvort skoðanir hans hafi
haft lífsgildi, þá er það auðsýnt af því framansagða, að
hann var eitt af hinum fáu stórmennum sinnar tíðar á
landi hér.