Skírnir - 01.01.1939, Síða 39
36
Kristján Albertson
Skírnir
unnar fylgdi vilji til þess að forða henni við blóðblöndun
við aðrar lágkynjaðri tungur. Islenzkir höfundar, allir sem
einn, beygðu sig fram undir heila öld fyrir kröfu Fjölnis
um hreint, ómengað mál. Ef einhver þóttist ekki hjá því
ikomast, að bregða fyrir sig útlendu orði, þá baðst hann
afsökunar á fákunnáttu sinni með því að setja slettuna í
gæsalappir — þar með var henni skipað á óæðri bekk, hún
var óvelséður gestur, sem ekki var ætlazt til að ílentist í
átthögum norrænunnar. Því var haldið fram, að allt mætti
segja á íslenzku, ef menn aðeins kynnu málið nógu vel; eða
yrði hægt að segja á íslenzku, þegar búið væri að mynda
öll nauðsynleg nýyrði. Þessi skoðun er það bjarg, sem
hreintungustefnan hugðist að reisa á framtíð sína um all-
an aldur, og hún hlaut sína frægustu orðun í þessum hend-
ingum í kvæði Einars Benediktssonar um móður sína:
Eg lærði að orð er á íslandi til
um allt sem er hugsað á jörðu.
II.
Stefna Fjölnismanna vann í bili algjöran bug á megin-
hættunni í þróun ritmáls og skáldskaparmáls, áhrifum
danskrar setningaskipunar og dansks orðfæris. Skálda-
skóli nítjándu aldarinnar orti ekki aðeins á hreinna, heldur
og auðugra og snjallara máli, en höfundar næstu aldar á
undan; íslenzkan lifnaði við að nýju, hressari og yngri í
bragði, en hún hafði verið um langt skeið, og tók á öllu
sem til var til þess að verða af eigin rammleik alhæf nú-
tíðartunga, samboðin þjóð, sem vildi geta hugsað og tal-
að með um öll viðfangsefni hins vestræna menningar-
heims. Höfundar og málfræðingar mynduðu hundruð nýrra
orða, eða yngdu upp gömul orð og gleymd í nýrri eða
rýmri merking. Tungan óx og magnaðist, svo að segja
með hverjum áratug, því meir því lengur sem frá leið, og
aldrei geystar en á síðustu áratugum, frá aldamótum og
fram til okkar daga.
Þessi mállega nýsköpun er eitt af því, sem mest hefir