Skírnir - 01.01.1939, Page 40
Skírnir
Þróun íslenzkunnar
37
verið rómað í erlendum ritum og ritgerðum um Island, sem
vottur um menning og manngildi þjóðarinnar. Útlending-
ar dást að því, að tunga lítillar þjóðar skuli hafa það stór-
læti til að bera, að vilja sem minnst af öðrum málum
þi&gja, og búa yfir þeim krafti, að geta stöðugt af eigin
frjósemd eignazt ótal orð yfir hluti og hugtök, sem meiri
þjóðir og fjölmennari kunna ekki að nefna nema með meira
eða minna heppilegum tökuorðum. Hið síðasta af þessu
tagi, sem fyrir mín augu hefir borið, er grein í Berlingske
Tidende (7. marz þ. á.) eftir skáldið Johannes Jörgensen,
þar sem hann getur þess, að nýlega hafi borizt íslenzkt
Wað upp í hendur sínar, og bætir við: „Eg dáðist að nokkr-
um nýyrðum, sem við gjarnan líka mættum nota annars
staðar á Norðurlöndum — því ekki að taka upp vegabréf
(vejbrev) fyrir „Pas“, og hljómar ekki orðið Trykkeri
lubbalega (plebejisk), þegar maður veit, að á íslandi heitir
það prentsmiðja — Prentesmedje?“ (Hér skjátlast þó
skáldinu, prentsmiðja er afleitt orð — prenthús væri rétta
°rðið). í annari grein, í Svenska Dagbladet (8. júní 1938),
kvartar málfræðingurinn Rolf Nordenstreng yfir því, að
hin mýmörgu erlendu orð, sem notuð eru í ritmáli frænd-
þjóða vorra á Norðurlöndum, geri öllum almenningi tor-
velt að skilja blöð og bækur, og bendir á, að sænskan eigi
á hættu að verða jafn-óalþýðlegt mál og enskan — „það
vantar mikið á, að fólk upp og ofan á Bretlandseyjum sé
stálslegið í sinni eigin tungu“, segir hann. Hins vegar virð-
lst honum íslenzkan í þessum efnum fyrirmynd, og hann
bendir á, hve mörg ágæt orð Svíar gætu lært af henni: I
staðinn fyrir pennsion ætti að taka upp efterlön (eftir-
la,un), fyrir adekvat jámgill (jafngildur), fyrir kompetent
háv (hæfur), fyrir lockout verkbann, fyrir koncession
sárlov (sérleyfi), o. s. frv.
Sami höfundur bendir þó líka á það, að íslenzkuna vanti
orð yfir mörg hugtök, og nefnir sem dæmi aristokrat,
getleman, kavalér, salon, aroma, bouquet. Hann segir, að
annað sé þó enn verra, en að íslenzkan skuli ekki eiga orð
ytir þessi hugtök, nefnilega það, að hún notist í þeirra stað