Skírnir - 01.01.1939, Side 41
38
Kristján Albertson
Skírnir
við orð, sem eru fullkomlega villandi. Hann dregur ekki
dul á þá skoðun sína, að ekkert mál, heldur ekki íslenzkan,
geti hjá því komizt, að taka upp orð úr öðrum málum.
Og þessi skoðun hefir á síðustu áratugum rutt sér meir
og meir til rúms á íslandi. Hreintungustefnan er enn í
heiðri höfð, sem meginstefna í málþróun vorri — en ein-
veldi hennar er að líða undir lok. Hinn fyrsti merki höf-
undur, sem gekk í berhögg við hana, var Guðmundur
Kamban. Hann gerðist t. d. fyrstur manna svo djarfur að
láta persónurnar í skáldverkum sínum þakka fyrir sig með
orðinu takk — eins og allur almenningur til sjávar og
sveita hefir gert áratugum og sennilega öldum saman.
Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson, og fleiri rithöf-
undar hinnar yngri kynslóðar, tóku sömu stefnu og höf-
undur Rafnars Finnssonar, og fluttu inn í ritmálið fjölda
af erlendum orðum, sem flest voru áður orðin að algengu
talmáli. Þessum þrem höfundum verður sízt um það brugð-
ið, að frjálslyndi þeirra gagnvart orðum af erlendum upp-
runa stafi af vanþekking á íslenzkum orðaforða, því allir
eru þeir í tölu þeirra nýrri tíma höfunda, sem skrifað hafa
auðugast mál og snjallast. Þeim er heldur ekki öðrum
ósýnna um að mynda ný orð af íslenzkum toga spunnin,
þeir eru þvert á móti í tölu hinna slyngustu og frjóustu
nýyrðasmiða.
Þegar sumir þeirra rithöfunda, sem með réttu verða að
teljast höfuðverðir hefða og samhengis í íslenzkri menn-
ingu, taka að slaka til í kröfunum um hreint mál, þegar
Árni Pálsson talar í Skírni um taktleysi Vilhjálms Þýzka-
landskeisara og Sigurðar Nordal í sama riti um úníform
Bjarna Thorarensens, þá getur engum dulizt það lengur,
að sú spurning er að nýju komin á dagskrá, að hve miklu
leyti beri að halda áfram að sporna við upptöku erlendra
orða í íslenzkt ritmál.