Skírnir - 01.01.1939, Side 42
Skírnir
Þróun íslenzkunnar
39
III.
Málið er ekki til vegna sjálfs sín, heldur vegna mann-
legrar hugsunar, og verður að beygja sig skilyrðislaust
fyrir hennar nauðsyn. Höfundar hins nýja tíma krefjast
Þess, að rnega láta hugsun sína alla í ljós, með þeirri ná-
kvæmni og þeim styrkleik, sem ritmenning tímans heimt-
ar, og án þess að hún verði fyrir það fátæklegri og svip-
niinni, að þeim sé meinað að rita þau orð, sem ein fá skilað
henni óskertri, eðlilegri og lifandi yfir í huga annara
tnanna. Þeir vita t. d., að ekki er til neitt orð af íslenzkum
uppruna yfir taktleysi, þeir hafna því úrræði — sem allt
of oft var gripið til af eldri höfundum — að nota í stað-
inn eitthvert orð, sem þýði eitthvað svipað, og þeir vilja
ekki spilla stíl sínum með löngum skýringum, þar sem næg-
ir eitt orð, áferðargott og stutt.
Hinar frægu hendingar Einars Benediktssonar, sem eg
vitnaði í, eru auðvitað ekki annað en glæsileg skáldalygi —
eða, ef menn vilja það heldur, stórlát ósk eins þeirra
skálda, sem auðugasta hugsun og stórfenglegasta hafa tjáð
á tungu vorri, og vilja þessa tungu megnuga alls af eigin
kynngi. Ef til eru á íslandi orð yfir öll þau hugtök, sem
menn verða að geta nefnt til þess að gera sig skiljanlega,
þá er hitt að minnsta kosti víst, að hundruð þeirra orða eru
ekki af íslenzkum uppruna, heldur hafa þau komizt inn í
málið sem slettur. Og tökuorðin hafa átt sinn ómetanlega
þátt í því að gera málið, ekki aðeins auðugra, heldur og
fegurra. Eru nokkur líkindi til þess að tungunni hefði ver-
ið gróði að því, þó að mynduð hefðu verið, sennilega meira
eða minna ónáttúrleg langlokuorð af norrænu bergi brotin,
í staðinn fyrir enska orðið koks, þýzka orðið nikkel,
fvanska orðið gítar, spánska orðið korkur, ítalska orðið
Perla, portúgalska orðið páfagaukur (papagaio), haitíska
°rðið tóbak, gríska orðið marmari, arabísk-tyrkneska orð-
iS kaffi, kínverska orðið te, eða orðið gas, sem hollenzkur
efnafræðingur myndaði af hugviti sínu einu saman?
En ef rétt er, að íslenzkan hafi á öllum öldum fengið
tökuorð, sem gróði var að og sízt eru til lýta í málinu,