Skírnir - 01.01.1939, Síða 45
42
Kristján Albertson
Skírnir
ræti í sínum nýju heimkynnum. Þau hafa reynzt þess full-
fær, að verða að því gagni, sem orð mega verða. í stað
þess að harma skort þeirra á frændstyrk, virðist sem nær
hefði legið, að benda á hitt, hve miklu heppilegri þessi orð
hafa verið til samsetninga en þau orð, sem líklegt er að í
stað þeirra hefðu komið, ef hreintungustefna hefði verið
alvöld í landinu frá því saga þess hófst. Guðsmaður og
guðshús hefðu og komið í stað prests og kirkju, og þá
hefðum við eignazt orð eins og guðsmannskona, guðs-
mannaskóli, guðsmannafélagsritið, guðshússbækur, guðs-
hússturn, guðshússgjöld o. s. frv.
Menn verða að gera sér það ljóst, að það er líka hægt
að spilla tungunni með leiðinlegum eða rangmynduðum
orðum af alíslenzkum toga spunnum. — Eg nefndi orðið
prentsmiðja, sem ætti að merkja smiðju, þar sem prent er
búið til — eins og verksmiðja ætti að merkja smiðju, þar
sem verk eru búin til. Bæði orðin eru vanskapningar. Þeg-
ar fótboltaleikur fluttist hingað til lands, báðu menn lærð-
an málhreinsunarmann að búa til íslenzkt orð yfir þennan
leik, og þannig var orðinu knattspyrna nauðgað inn í mál-
ið. I þessum leik er ekki leikið með knött, heldur hlut, sem
fer ágætlega á að haldi heitinu bolti. Knöttur er gagnþétt-
ur og þungur, það heyrir hver maður með óspillta heyrn
á hljómi orðsins; bolti er léttur, það er loft innan í hon-
um, það er líka auðheyrt á hljómi orðsins. Og í þennan
bolta er ekki spyrnt, heldur sparkað — það er ekki spyrnt
í hlut, nema hann veiti viðnám. Fótbolti er því ágætt orð.
Vonandi á máltilfinning þjóðarinnar eftir að útrýma orð-
inu knattspyrna, eins og hún neitaði að taka við orðinu
vindling í merkingunni sígaretta. Menn fundu, að vindling-
ur gat ekki verið annað en lítill vindill — og í þeirri merk-
ingu er orðið sjálfsagt.
Rökin gegn alræði hreintungustefnunnar eru þá í stuttu
máli þau, að mönnum lízt hún ekki einfær um að sjá mál-
inu fyrir öllum þeim orðum, sem það vantar; að mönnum
þykir sem tungunni hafi sízt stafað nokkur voði af þeim
tökuorðum, sem hún hefir aflað sér á liðnum tímum; og að