Skírnir - 01.01.1939, Page 46
Skírnir
Þróun íslenzkunnar
43
stutt og tungutöm orð af erlendum uppruna sóma sér í
einu og öllu betur í málinu, en óþjál eða illa mynduð ný-
yrði af íslenzkum rótum runnin.
IV.
En ef hreintungustefnan getur reynzt hættulegur þrösk-
uldur í vegi eðlilegrar málþróunar, þá eru hættur töku-
orðastefnunnar sízt minni. Guðmundur Finnbogason bend-
ir á þær í grein sinni: „Sé leyft að sletta útlendum orðum,
þarf enginn að ætla, að það verði ekki gjört hvenær
sem íslenzk orð eru ekki til. Það verður gert hvenær sem
rithöfundurinn þarf eitthvað að hafa fyrir því að rifja upp
íslenzk orð, þó að nóg sé af þeim“. Hér er drepið á hinum
sterkustu rökum, sem færð verða gegn því að slaka á kröf-
unum um hreint mál.
Allir íslenzkir menn, sem fylgjast vilja með í bókmennt-
um eða afla sér annarar menntunar, verða að lesa marg-
falt fleiri bækur á erlendum málum, en á íslenzku; sérstak-
lega er nálega allt hið snjallasta sem þeir lesa, að minnsta
kosti í óbundnu máli, ritað á erlendum tungum. Af þessu
leiðir, að menntuðum mönnum íslenzkum eru þúsundir er-
lendra orða minnisstæðari en þau orð íslenzk, sem í stað
þeirra geta komið, og oft eru nýyrði, sem sjaidan sjást á
prenti. Hrein íslenzka er tæplega töluð af nokkrum manni
í landinu, sem eitthvað hefir fengizt við að lesa erlend blöð
eða bækur. Sú íslenzka, sem heimtað er að við skrifum,
sagði menntaður maður við mig fyrir nokkrum árum, er
Örðugasta málið sem við eigum að læra, því að þetta mál
er hvergi talað, og ekki nema fáir útvaldir, sem skrifa það.
Málhreinsun og málsköpun hefir nær eingöngu beinzt að
því, að vernda og auðga íslenzkt ritmál, en áhrifin á tal-
málið verið hörmulega lítil“. Aðalörðugleikinn á málbót-
um“, segir dr. Björn Bjarnarson, „er ekki í því fólginn að
finna heppileg heiti, heldur í hinu, að gjöra þau að gjald-
eyri, koma þeim í tízku út á meðal almennings“. Fyrr en
það tekst verða hin mörgu ágætu nýyrði síðari tíma að
einskonar sérþekking þeirra fáu, sem leggja stund á að