Skírnir - 01.01.1939, Page 49
Guðm. Finnbogason
Þýðingar
Þýðingar úr öðrum málum eru eðlileg afleiðing and-
legra viðskipta þjóða á milli og eiga að líkindum upptök
sín á elztu tímum menningarinnar, því að ljóð og sögur
og sagnir hafa eflaust gengið land úr landi, í munnleg-
um þýðingum úr einu máli á annað, löngu áður en ritlist
hófst. Og á sumum málum eru þýðingar meðal elztu minja
bókmenntanna. Svo er og um bókmenntir vorar. Hið
fyrsta, er fært var í letur á íslandi, að því er höfundur
málfræðiritgerðarinnar frægu hermir, voru „lög og ætt-
vísi eða þýðingar helgar, eða þau en spaklegu fræði, er
Ari Þorgilsson hefir á bækur sett af skynsamlegu viti“.
En „þýðingar helgar“, hvort sem þær voru ritningin, Heil-
agra manna sögur eða önnur guðræknisrit, voru ekki einu
þýðingarnar, sem Islendingar lögðu stund á, þó að mikið
kvæði að þeim, heldur voru jafnframt þýddar veraldlegar
sögur, svo sem Rómverja sögur, Trojumanna sögur, Breta
sögur, Alexanderssaga, ljóð, svo sem Hugsvinnsmál (Di
sticha Catonis), og auk þess rit um læknisfræði, náttúru-
fræði og stærðfræði þeirra tíma. Er auðsætt, að allar
þessar þýðingar hafa stórum auðgað hugmyndaheim þjóð-
arinnar og þar með tunguna. Það er enn að mestu órann-
sakað, hve mikinn þátt þessar þýðingar hafa átt í þróun
bókmálsins, en ætla mætti, að hann hafi verið mikill.
Nú á tímum er í flestum menningarlöndum meira þýtt
af erlendum bókmenntum en nokkru sinni fyrr, og svo
er einnig hér á landi. Engin menningarþjóð getur fremur
í andlegum en líkamlegum efnum búið eingöngu að sínu,
cg þeir, sem erlendar tungur kunna, verða jafnan lítill
hluti hverrar þjóðar. Erlend rit geta því aldrei orðið al-