Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 51
48
Guðm. Finnbogason
Skírnir
Eg tel þessar reglur góðar og gildar, og vér skulum nú
athuga þær nánar og taka nokkur dæmi úr íslenzkum
bókmenntum.
Um fyrstu regluna munu flestir verða sammála. Þó
kynni einhverjum að þykja það hart, að þýðandi mætti
ekki gera hugmynd, sem væri röng eða óskýr í frumrit-
inu, réttari eða skýrari í þýðingunni. En í rauninni væri
slíkt fölsun. Höfundurinn kæmi þá ekki til dyranna eins
og hann er klæddur og fengi ef til vill lof fyrir lánaðar
fjaðrir. Það ætti að minnsta kosti að vera vítalaust að
skila hugmyndinni eins og hún er.
Önnur reglan kann að virðast bann gegn því að snúa
kvæði á óbundið mál, því að ekki verður sagt t. d., að
stíl og hætti Hómers sé haldið, ef kviður hans eru þýddar
á óbundið mál. En slíkt nær auðvitað engri átt. Þýðingu
verður að haga eftir tilgangi hennar, og sá, sem eingöngu
hugsar um efni og orðaval kvæðis, fær nákvæmasta og
fyrstu reglunni samkvæmasta þýðingu, ef snúið er á
óbundið mál. Hér mætti minna á orð Goethes í „Aus mei-
nem Leben“ (III, 11):
„Eg virði hrynjandi og rím, með þeim verður skáld-
skapur ljóð, en það sem í raun og veru hefir djúp og
gagngerð áhrif, það sem í sannleika menntar og styrkir,
er hitt, sem eftir verður af skáldritinu, þegar því er snúið
á óbundið mál. Þá kemur efnið sjálft að fullu í ljós, en
glæsilegur búningur lætur oss stundum sjá það í hilling-
um, þar sem það er ekki, og dylur það, þar sem það er.
Eg held því, að þýðingar á óbundnu máli séu í fyrstu
hentugri en þýðingar á bundnu máli til þess að mennta
æskulýðinn; því að sú verður raunin á, að drengir, sem
allt verður að gáska, henda gaman að hljómi orðanna og
fallanda atkvæðanna og spilla meginefni hins ágætasta
rits með eins konar hermigáska. Eg vil því skjóta því
fram til athugunar, hvort ekki væri réttast að snúa Hómei’
á óbundið mál; en þá yrði sú þýðing að vísu að vera sam-
boðin því stigi, sem þýzkar bókmenntir nú eru á“.