Skírnir - 01.01.1939, Page 52
Skírnir
Þýðingar
49
Vér eigum, svo sem kunnugt er, Ilíons-kviðu og Odys-
seifs-kviðu Hómers á óbundnu máli í hinum yndislegu
þýðingum Sveinbjarnar Egilssonar, og mun enginn telja
þeim ofaukið í bókmenntum vorum. Svo er þýðing Svein-
bjarnar á Odysseifs-kviðu undir fornyrðislagi og hálf
Ilíons-kviða í þýðingu Gröndals með sama hætti. Grímur
Thomsen hefir þýtt tvo stutta kafla úr Ilíons-kviðu með
frumhættinum, sexmælt (hexametrum). Eg tek hér til
samanburðar sýnishorn af þessum þremur þýðingum úr
Ilíons-kviðu (VI, 482—493):
Að því mæltu lét hann son sinn í fang sinnar kæru konu,
en hún tók hann í sinn ilmandi faðm, og hló með tárin í
augunum. En er maður hennar tók eftir því, viknaði hann,
klappaði henni með hendinni, tók til orða og mælti: „Góða
kona, gerðu það fyrir mig, vertu ekki of hrygg í huga,
því engi mun mig til Hadesar senda fyrir forlög fram; en
það hygg eg, að engi maður, þegar hann eitt sinn er fædd-
ur, megi forðast skapadægur sitt, hvort sem hann er hug-
laus eða hraustmenni. En far þú nú til herbergis þíns, og
annast hannyrðir þínar, vefinn og snælduna, og seg þjón-
ustumeyjum þínum að fara til verka; en allir karlmenn,
þeir er í Ilíonsborg eru, og einkum eg, eiga að skipta sér
af ófriðnum“.
Talaði hann svo og tróðunni lagði trygg'ðar í arminn
barnið, en brúður það tók og brosti þá fögur í tárum.
Hektor viknaði við, vífs strauk hann kinnum og mælti:
„Hjartað mitt! vertu’ eigi hrygg, en hugsaðu gjör eftir þessu:
enginn, um örlög fram, má aldurtila mér vinna,
fluið og enginn fær, hvort frækn hann er eða blauður,
skapadægur, er drótt fyrst díar í öndverðu skópu;
far þú til húsa og haf þar um hönd ena kvenlegu sýslu,
spunavinnu og vef og verkin skipaðu þernum!
Mitt er og hermanna hitt, öll hjörþings störfin að annast“.
4