Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 54
Skírnir
Þýðingar
51
an er þar sögð með þeirri alúð og innlífun, að einskis er
saknað. Málið er tær og fögur íslenzka og þó nægilega frá-
brugðið venjulegum sögustíl til þess, að fá yfir sig bláma
fjarlægðarinnar.
Þýðing Gríms hefir þann kost, að hún heldur hætti
frumkvæðisins, í þeirri mynd, sem hann verður að hafa í
þeim málum, þar sem áherzla kemur í stað lengdar sam-
stöfu. Sá háttur hefir lítið tíðkazt á íslandi, en t. d.
„Hvalaveiðin“ eftir Kristján Jónsson og þýðing Matthí-
asar á kvæðinu „Fermingin" eftir Tegnér sýna, að háttur-
inn getur farið vel á íslenzku kvæði, jafnt í gamankvæði
sem hátíðlegri frásögn. Hann er eins og breið elfur, sem
gefur sér tíma til að endurspegla allt á bökkunum, sem
hún líður fram hjá, hann er ímynd hins íhugula straums
sögunnar, vaggar lesandanum mjúklega, endalaust, og er
ópersónulegastur allra hátta.
Það er undarlegt, að annar eins snillingur og Svein-
björn Egilsson var skyldi fara að þýða kvæði Hómers
undir fornyrðislagi, hinum andstutta bragarhætti, sem er
jafnólíkur Hómer og kenningar fornskáldanna eru sam-
líkingum hans.
En þó að vel geti farið á því að þýða löng sexmælt sögu-
kvæði á óbundið mál, eins og Alexanders saga og Hómers-
Þýðingar Sveinbjarnar sanna, þá fer því fjarri, að ljóð
geti almennt notið sín í slíkri þýðingu. Efni og form er
bar oft samtvinnað eins og sál og líkami, svipur og skap.
1 hrynjandinni og hættinum birtist hreyfing, blær og líf
Ijóðsins, og oft má litlu muna svo að svipur þess verði ekki
ullur annar, eins og bros á mynd gjörbreytist, ef örlitlum
úrætti er breytt.
Því verður öruggast að halda hætti frumkvæðisins eft-
H' því sem unnt er. í íslenzkum ljóðaþýðingum hefir þó
°ft verið vikið frá þessu. Jónas Hallgrímsson þýðir t. d.
kvæði Heines ýmist undir frumhættinum eða breytir um.
Vér skulum líta á dæmi hvors tveggja:
4*