Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 56
Skírnir
Þýðingar
53
1 fyrra dæminu er sami háttur á frumkvæði og þýðingu,
þó að hrynjandin sé ekki nákvæmlega eins, línu fyrir línu,
og öllum blænum er haldið.
Um síðara dæmið er þetta á annan veg. Hrynjandin í
hætti Heines er hin sama og í langhendu (sbr. „Móður-
jörð, hvar maður fæðist“); hún er röskleg og föst í rás-
inni. Jónasi hefir ef til vill fundizt, að hún kynni að trufla
kyrrðina, sem náttúrulýsing kvæðisins á að anda að oss,
og því valið léttstígari og breytilegri hátt, sem betur var
fallinn til þess að „læðast léttfættur" og hvísla því, sem
segja þurfti. Það hefir tekizt ágætlega. Kyrrð og draum-
höfgi næturinnar virðist jafnvel enn meiri í þýðingunni
en í frumkvæðinu, en jafnframt fær hún rammíslenzkan
blæ, meðal annars af örnefnunum, er verða til þess að
staðsetja lýsinguna. Og eigi vil eg missa þessa þýðingu
úr bókmenntum vorum, þó að hún sé nokkuð á annan veg
en frumkvæðið, því að hún er ein af perlum íslenzkra
ljóða.
Hæsta stig þýðingar er og verður þó, að ná öllu í senn:
hætti, hugsun' og stíl höfundarins, og þó á svo eðlilegu
máli, að enginn finni annað en að kvæðið sé frumkveðið.
Mörg stórfelld dæmi slíks má finna í þýðingu Matthíasar
á Manfreð Byrons, svo sem þessi:
In the blue depth of the waters,
Where the wawe hath no strife,
Where the wind is a stranger,
And the sea-snake hath life,
Where the Mermaid is decking
Her green hair with shells,
Like the storm on the surface
Came the sound of thy spells.
í bládjúpum legi
þar löðrið ei gnýr,
og svalur blær þegir
og sæskrímslið býr,
þar hafgúan skreytir
með skeljum sitt hár, —
þar gall við þinn galdur
sem gnauðandi sjár.
The stars are forth, the moon above the tops
Of the snow-shining mountains. — Beautiful!
I linger yet with Nature, for the Night
Hath been to me a more familiar face
Than that of man; and in her starry shade
Of dim and solitary loveliness,