Skírnir - 01.01.1939, Síða 57
54
Guðm. Finnbogason
Skírnii'
I learn’d the language of another world.
I do remember me, that in my youth,
When I was wandering, — upon such a night
I stood within the Coliseum’s wall,
’Midst the chief relics of almighty Rome;
The trees which grew along the broken arches
Waved dark in the blue midnight, and the stars
Shone through the rents of ruin; from afar
the watch-dog bay’d beyond the Tiber; and
More near from out the Cæsars’ palace came
The owl’s long cry, and, interruptedly,
Of distant sentinels the fitful song
Begun and died upon the gentle wind.
Alstirnt er loftið, tunglið teygist upp
af tindum snjófjallanna. Hvílík fegurð!
Eg hangi enn við náttúruna; nóttin
var lengi kærri mér en mannleg ásýnd,
und hennar stóra og háa stjörnufaldi
í einverunnar unaðsríka skugga
nam eg að tala tungur annars heims.
Eg minnist nú, að eg í æsku minni
á ferðum átti áður líka nótt;
eg stóð und víðum veggjum Kolosseums
almáttugs Róms, var girtur geysirústum;
tré stóðu langs með brotnum sigurbogum,
og bærðu limið, bládimm eins og nóttin,
og stjörnur skinu gegnum rofin rjáfur,
en hundur gelti fyrir handan Tífur,
en nokkuð nær við Sesars höllu hvein við
langt ugluvæl, og aftur þess í milli
eg heyrði varðmanns-söng og vísu-óminn,
er kom og hvarf á vængjum vindgolunnar.
Það er ekki auðvelt að hugsa sér þýðingu, er komist öllu
nær frumritinu bæði að hætti og máli og sé þó svo frjáls-
borin sem bezt má verða. Eg skal enn nefna tvö dæmi
slíkrar þýðingar. Annað er þýðing Sigurðar Nordals á
„Atlantis“ eftir Fröding. Þar er t. d. þetta:
Havet har prytt med koraller Hafið með kóröllum hjúpar
dödsdrömmens stad, dár de hen- heldrauma borgina, dáinna reit,
sovne bo.