Skírnir - 01.01.1939, Page 58
Skírnir
Þýðingar
55
Solljus likt stjárnskimmer faller
matt över gravarnas ro.
Algernas fibrer
grönskande náten
kring kolonnaderna sno.
strjálar þar dapurri um stræti
stjarnglætu vorsólin heit.
Þararnir sveipa
sílgrænum netjum
marmarasúlnanna sveit.
Hitt er þýðing Magnúsar Ásgeirssonar á kvæði Fröd-
ings: ,,í skóginum“. Það byrjar svona:
I skogarnes djup bor skuggan,
och tystnaden slumrar dár,
och hviskande bud frán bygden
den suckande vinden bár.
Och molnen komma med vinden,
och solen skymmes dáraf,
och fáglarnas röster tystna
och luften ár tung och kvaf.
í skógarins djúpi býr skugginn,
í skjóli hans er blundandi þögn,
og hvískrandi blæstunur bera
úr byggðunum tíðindasögn.
Og skugga á sól draga skýin,
sem skunda með vindunum hljóð,
og þrútið og þungt verður loftið,
og þögn slær á fuglanna ljóð.
Slíkar þýðingar sýna, hvað takast má, og þegar meta
skal þýðingar, verður jafnan að miða við hið bezta, sem
gert hefir verið í þeirri grein. Aðalatriðið er, að andi og
blær höfundarins njóti sín í hinum nýja líkama, er hann
fær í þýðingunni, því að þýðing er í rauninni endurholdg-
un. Og þá er vel, ef höfundurinn talar á hinu nýja máli
eins og hann mundi hafa gert, ef það hefði verið móður-
mál hans. Hafi það að einhverju leyti yfirburði, verður
það að njóta þeirra, og því verður að fagna, ef kvæði af
þeim sökum magnast í þýðingunni.
Gaman er að bera saman ýmsar þýðingar sama kvæðis.
Þá kemur í Ijós, hve leiðirnar að sama marki geta orðið
ólíkar, og þó stundum erfitt úr að skera, hver er bezt.
Tökum t. d. þetta erindi úr „Donna Clara“ eftir Heine:
Wie ein schmelzend sússes Brautlied
singt die Nachtigail, die holde;
wie zum Fackeltanze hupfen
Feuerwúrmchen auf dem Boden.