Skírnir - 01.01.1939, Page 64
Skírnir
Eiríks saga rauða
61
I.
Það óhapp hefir hent rit það, er hér ræðir um, að það
hefir ýmist verið nefnt' Þorfinns saga Karlsefnis eða Ei-
ríks saga rauða. Þetta stafar af því, að ritið er til á skinni
í tveimur handritum og er hvorugt þeirra frumrit sögunn-
ar. Eldra skinnhandritið er í hinni nafnkunnu Hauksbók,
AM 544 4to, sem skrifuð er á fyrstu áratugum 14. aldar,
undir umsjá og að nokkru með eigin hendi Hauks lög-
manns Erlendssonar, sem var niðji Þorfinns Karlsefnis
og Guðríðar Þorbjarnardóttur. Nú er afmáð í Hb. nafn
það, er sagan bar þar, en bæði Björn á Skarðsá, sem af-
i’itaði söguna eftir Hb., og Árni Magnússon hafa með vissu
séð, að sagan er þar ekki kennd við Eirík rauða, heldur
við Þorfinn Karlsefni. f afritum þeim, sem runnin eru
frá Hb., er sagan því kennd við hinn síðarnefnda. Yngra
skinnhandritið er einnig í bók, AM 557 4to, sem hefir
ýmsar þýddar sögur og nokkur íslenzk sögubrot og sögur
að geyma. Þetta handrit er með vissu talið vera frá 15. öld
og er ókunnugt um, hver hefir það skrifað eða skrifa lát-
ið. í þessu handriti er sagan nefnd: Saga Eiríks rauða.
Af útgáfum sögunnar skulu hér aðeins þessar nefnd-
ar: Guðbrandur Vigfússon og Y. Powell gáfu söguna eða
brot af henni út í Oxford 1879, í ritinu An Icelandic Prose
Reader, undir nafninu Eiríks saga rauða, og mun það
vera fyrsta útgáfa sögunnar undir þessu nafni. Með sama
nafni bjó Gustav Storm söguna undir prentun, í Kaup-
mannahöfri 1891, ásamt útdrætti úr Ólafs sögu Tryggva-
sonar hinni meiri og Grænlendingaþætti úr Flateyjarbók.
í þessari útgáfu er gerður nákvæmur samanburður á texta-
mismun sögunnar í AM 544 og 557, og lagði Storm hið
síðarnefnda handrit til grundvallar útgáfunni. Þá er sag-
an prentuð í Reykjavík 1902 og 1928 í útgáfu Sigurðar
Kristjánssonar af fslendingasögum og nefnd Þorfinns
saga Karlsefnis. Almenningur hér á landi kynntist nú
sögunni í fyrsta sinni. Loks hefir Matthías Þórðarson
gefið söguna út 1935 á vegum Fornritafélagsins. Leggur