Skírnir - 01.01.1939, Síða 65
62
Björn Þórðarson
Skírnir
hann Hb. til grundvallar útgáfunni, en sagan er látin
bera heitið: Eiríks saga rauða.
Það var í rauninni eðlilegt, að Gustav Storm kallaði
söguna í útgáfu sinni þessu nafni, eftir því sem málið lá
fyrir frá hans sjónarmiði. í ritgerð sinni „Studier over
Vinlandsrejserne“ segir hann1): „I den store Saga om
Olav Tryggveson fra lste Halvdel af 14de Aarhundrede
har de fleste Haandskrifter optaget en kort Fortælling
om Erik den rþde og Leif . . . Denne Fortælling henviser
udtrykkelig til en SAGA EIRIKS, som beretter vidtlþfti-
gere om Eiriks Stridigheder paa Island og er saaledes et
UDDRAG AF ERIKS SAGA; i Gengivelsen i Flatþbogen
bærer derfor Stykket med Rette Overskriften „Þáttr Ei-
reks rauda“. Den „Eriks rþdes Saga“, hvoraf Uddragene
er tagne, er ogsaa fuldt bevaret, det er den saakaldte
„Thorfinn Karlsevnes Saga“.“ Og enn segir hann: „Ingen
vil kunne nægte at Stykkene om Erik og Leif i Olafssaga-
en er, hvad de virkelig udgive sig for, Uddrag af „denne
Eriks Saga“.“ Neðanmáls segir hann, að Guðbr. Vigfús-
son, hafi nú gefið söguna út undir réttu nafni, og á hann
þar við útgáfu þá, sem áður er nefnd.
í formálanum fyrir útgáfu sinni af Eir. s. r., 4 árum
síðar, heldur Storm fast við þennan skilning sinn, sem nú
var greindur, en bætir því þó við, að höfundur Ólafssög-
unnar hafi haft fyrir sér nokkuð fyllri frásögn en þá, sem
er í hinum nú varðveittu handritum, þ. e. Hb. og AM
557.2)
Hér er þá fenginn fyrsti afslátturinn af þeirri fullyrð-
ingu, að „saga Eiríks“ sé „fuldt bevaret“.
Eins og áður er sagt leggur Gustav Storm nr. 557 til
grundvallar fyrir útgáfu sinni. I formálanum fyrir út-
gáfunni rökstyður hann þetta val með því,3) að handritið
sé yfirhöfuð virðingarvert afrit af eldri frumhandritum.
Skrifari þess hafi fylgt heimildum sínum án breytinga
og tilhneigingar til að sýna bókmenntalegt sjálfstæði.
Hins vegar hafnar hann handriti Hauksbókar nema til