Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 66
Skírnir
Eiríks saga rauða
R3
samanburðar og kallar það „Compilation“ Hauks. í eftir-
niála við formálann áréttar hann, að gefnu tilefni, þessa
skoðun sína og kveðst telja mismuninn milli nr. 557 og
Hauksbókar þannig, að hið fyrnefnda sé afrit, en texti
Hauksbókar sjálfstætt rit (selvstændig Bearbejdelse).4)
Með þessu tvennu, Eiríksþættinum í Ólafssögunni og nr.
557, telur Gustav Storm sannað, að hið gamla nafn sög-
unnar sé Eiríks saga rauða. Hann játar að vísu, að Eirík-
ur rauði sé ekki aðalmaður sögunnar „helt igennem", en
telur það vera öldungis í samræmi við aðrar íslenzkar
settarsögur, að sagan taki nafn eftir aðalmanni ættarinnar,
þó að hann stýri ekki viðburðarásinni „helt igennem".5)
Þetta verður ekki skilið á aðra leið en þá, að hann telji,
að sagan sé og eigi að vera ættarsaga Eiríks.
Þessari skoðun Gustav Storms á Eir.s. r. hefir í höfuð-
atriðum verið fylgt síðan, að undanteknu matinu á nr. 557.
Árið 1915 skrifar Finnur Jónsson um „Opdagelsen af
°g Rejserne til Vinland“.c) Hér fullyrðir hann, að þáttur
Eiríks rauða í Ólafssögu Flateyjarbókar sé aðeins útdrátt-
ur úr Landnámu. En hann bætir við: „og her citeres „saga
Eiríks“ som kun kan være vor Eiríkssaga. Det er vigtigt
at dette Citat findes her“. Enginn íslenzkur fræðimaður
ttiun nú efast um það, að þátturinn sé tekinn úr Landnámu
°g Björn M. Ólsen hefir bent á, að hann sé tekinn úr
Landnámugerðinni, Sturlubók-Hauksbók.7)
Skoðun Gustav Storms, að þátturinn væri tekinn úr
Eir.s.r., þó úr einhverri fyllri gerð hennar, verður því að
telja alveg fallna úr sögunni. Frásögnin í Ólafssögunni um
Eirík sannar því ekki, eins og hann taldi vera, neitt um
bað, að „saga Eiríks“ sé sama sagan og „Eiríks saga
rauða“. En skoðun hans um, að kaflinn um Leif í Ólafs-
sögu væri einnig tekinn úr Eiríkssögu, var frá upphafi
aðeins hugarburður, sem hann studdi ekki við neitt og var
afleiðing af hinni staðhæfingunni.
Þótt Finnur Jónsson geri að engu það sönnunargagn,
Sem Gustav Storm studdi jafnvel aðallega skoðun sína við,