Skírnir - 01.01.1939, Page 67
64
Björn Þórðarson
Skírnir
fullyrðir hann samt sem áður enn þá, að „saga Eiríks“ sé
hin sama og „Eiríks saga rauða“ og undirstrikar, að það
sé „vigtigt“, að vitnað sé til hennar í þættinum.
Hér skal því ekki neitað, að tilvitnunin sé merkileg, en
hún sannar það eitt, að rituð saga, er höfundur Ólafssög-
unnar hefir þekkt, hefir verið til um Eirík. En Finnur
Jónsson leggur annað og meira upp úr þessu og rökstyður
mál sitt á þessa leið: í Grænlendingaþætti (Grænls., III.
kap.) stendur8): „Leifr bað föður sinn, Eirík, at hann
myndi enn fyrir vera förinni“. Þetta „enn“ er ótvíræð
sönnun þess, að höfundur þáttarins hefir þekkt Eir.s.r.,
frásögnina þar í 5. kap., um landaleitaferð Eiríks og Þor-
steins, sonar hans.9) Hér er sönnunaraðferðin komin inn
á allt aðrar brautir en hjá Gustav Storm og næsta tor-
sóttlegar. Ef F. J. hefði athugað gaumgæfilega framhald
orða Leifs, þá mundi hann hafa sannfærzt um það, að
Leifur hefir ekki haft í huga þessa landaleitaferð, því að
með tilliti til þess hvernig þeim feðgum farnaðist í þeirri
ferð og henni lyktaði, mundi það hafa verið skop að segja
við föður sinn, að hann „enn mundi mestri heill stýra af
þeim feðgum“. Þarf ekki frekar orðum að því að eyða, að
þessi fullyrðing F. J. er ekki sönnun heldur verður að telj-
ast getgáta af allra hæpnustu tegund. Hér skal og, sakir
þess, sem á eftir fer, vakin sérstök athygli á því, að Matt-
hías Þórðarson telur skilning F. J. á orðinu „enn“ rangan;
orðið bendi til ferðar Eiríks til að leita lands þess, er Gunn-
björn sá, og landnámsfarar Eiríks, hinnar miklu, til Græn-
lands 986.10) Verður ekki betur séð, en að þessi skilning-
ur sé að öllu leyti hinn langeðlilegasti.
í bókmenntasögu sinni lætur Finnur Jónsson þá skoðun
uppi,11) að Eir.s.r. sé ekki „bevaret i sin oprindelige Skik-
kelse“ og mun hann eigai við það, að 1. og 2. kap. sögunn-
ar hafi ekki upprunalega átt þar heima. Verður vikið að
þessu síðar. Annars eru hin tilvitnuðu orð í rauninni að-
eins endurtekning á þeirri skoðun, sem Gustav Storm var
kominn á 1891 í formála sögunnar.