Skírnir - 01.01.1939, Side 68
Skírnir
Eiríks saga rauða
65
í fyrrnefndri grein eftir Björn M. Ólsen, sem birt var
í Aarböger 1920, leiðir hann margar traustar líkur að því,
að til hafi verið eldri Eiríkssaga en Eir.s.r. Rök hans fyrir
þessu skulu ekki rakin hér. Finnur Jónsson fellst á þessa
skoðun B. M. 0., en þó hikandi, og gerir þá athugasemd
um hina eldri Eiríkssögu, að hún „sikkert kun lidet har
afveget fra den bevarede i det hele“.12) Svo sem sjá má,
er hér enn á ferðinni fullyrðing, er trauðlega verður fund-
in nein stoð. Aftur á móti er það öruggt, að nánari athug-
un og rannsóknir hafa leitt það í ljós, að skoðun Gustav
Storms frá 1887, í ritgerðinni um Vínlandsferðirnar, að
»>saga Eiríks“ sé „fuldt bevaret“ í Eir.s.r., var og er röng.
Matthías Þórðarson tekur í formála sínuro að Eir.s.r.
ekki nægilegt tillit til þessarar staðreyndar. Hann tekur
sér það gefið, sem einmitt bar að sanna, að „saga Eiríks“,
sem í þættinum er vitnað til, sé sama sagan og „Eiríks
saga rauða“. Þó kveður hann ekki fastara að orði en það,
a® hann segir, að það „virðist vitnað í hana“.Ki)
Það er nú rétt að athuga hvað það er, sem Eir.s.r. segir
°g hefir umfram þáttinn í Ólafssögu um það atriði, sem
þar er vísað til frásagnar um í „sögu Eiríks“ :
Þátturinn, Grl.s., 1. kap.14)
Fór hann þá vestr til
Breiðafjarðar ok bjó í Öxn-
ey> á Eiríksstöðum. Hann
léði Þorgesti á Breiðaból-
stað setstokka og náði eigi,
er hann kallaði til. Þaðan
cli gerðusk deilur ok bar-
clugar með þeim Þorgesti,
sem segir í sögu Eiríks.
Eir.s.r., 2. kap.14)
Þá léði hann Þorgesti set-
stokka. Síðan fór Eiríkr í
Öxney ok bjó á Eiríksstóð-
um. Þá heimti hann set-
stokkana ok náði eigi. Ei-
ríkr sótti setstokkana á
Brei&abólstað, en Þorgestr
fór eftir lionum. Þeir börð-
usk skammt frá garði at
Dröngum. Þar fellu tveir
synir Þorgests ok nokkurir
menn aðrir. Eftir þat höfðu
hvárirtveggja setu fjöl-
menna.
5