Skírnir - 01.01.1939, Síða 70
Skírnir
Eiríks saga rauða
67
þeirra stað vísað til „sögu Eiríks“ um „deilur og bardaga"
Eiríks og Þorgests, af því að hann hafi þekkt eða haft
fyrir sér það rit, sem nú er nefnt Eir.s.r.?
Það virðist, satt að segja, deginum ljósara, að höf.
hefði ekki fellt niður úr frásögn Landn. stórmerkilegt at-
riði í lífi Eiríks og vísað í staðinn um það eitt til rits, sem
var í öllu samhljóða Landn. og hafði ekkert umfram hana
um sama efni.
Það verður að telja það alveg öruggt, að „saga Eiríks“
hafi haft að geyma fyllri frásögn en Landn. um deilur og
bardaga Eiríks og Þorgests, enda er þar aðeins talin upp
röð aðalviðburðanna, en söguleg lýsing á deilum þessum og
bardögum er það ekki.
Matthías Þórðarson hefir líka fundið missmíði á Eir.s.r.
í þessu efni, því að hann segirin): „I sögunni var t. a. m.
alveg nauðsynlegt, ef vel skyldi fara á, að gera nokkra
grein fyrir þeim mönnum, sem koma við deilur Eiríks
rauða og Breiðbælinga, sem segih frá í 2. kap.“. Þetta er
dagsanna þegar litið er á söguna frá sjónarmiði útgefand-
ans, en hann- tekur hér, fyrst og fremst, það ekki með í
reikninginn, hvort höfundur Eir.s.r. hafi þekkt „sögu Ei-
Hks“. Það er einmitt það líklegasta, að hann hafi alls ekki
þekkt hana eða að minnsta kosti ekki haft hana fyrir sér,
er hann ritaði Eir.s.r. Að öðrum kosti verður það ekki
skilið hversvegna það er einmitt útdráttur úr Landn., sem
hann notar í sína sögu. Og í annan stað verður það ekki
staðhæft, að höfundurinn hafi, þótt hann kunni að hafa
þekkt „sögu Eiríks“, talið sig þurfa að segja nokkuð gerr
frá deilum þessum en hann gerir í riti sínu. En hvað sem
þessu líður, þá verður ekki hjá því komizt að líta svo á,
að til hafi verið Eiríkssaga í annari mynd en Eir.s.r., og
það hafi verið sú saga, sem vitnað er til í Ólafssögu, en
a® sagan sé nú glötuð, eins og fleiri sögur, sem skrifaðar
hafa verið um „Breiðfirðinga kynslóð“.
Með þessu, sem hér hefir verið sagt, er í rauninni að
eagu orðin önnur meginástæðan fyrir því, að G. Storm
5*