Skírnir - 01.01.1939, Page 71
68
Björn, Þórðarson
Skírnir
nefndi söguna Eir.s.r., en aðrir hafa fylgt fordæmi hans
og hafa ekki annað við að styðjast en nafngiftina í AM
557. Þegar nú hér við bætist, að sagan ber ekki þetta nafn
í elzta og bezta handriti hennar, Hauksbók, og þetta hand-
rit, svo sem vera bar, var lagt til grundvallar fyrir útgáfu
Fornritafélagsins, er það bæði djarft og varhugavert til-
tæki að virða að vettugi titil þann, er Haukur hafði fyrir
sögunni, að vitni beztu manna, vegna þess, að skrifari
verulega brjálaðs, miklu yngra handrits, gefur sögunni
nafn, sem aldrei með nokkrum sanni verður talið svara til
efnis hennar og því síður til markmiðs þess, sem all-
ar líkur benda til, að höfundur sögunnar hafi haft, er
hann samdi hana.
G. Storm og Matth. Þórðarson telja, að Haukur muni
hafa kennt söguna við Þorfinn Karlsefni, að vísu að
nokkru leyti vegna efnis hennar, en mestu muni hafa
ráðið, að Karlsefni var forfaðir hans. Þessi getgáta skal
alveg látin liggja milli hluta, en eigi virðist annar, að höf-
undi sögunnar undanteknum, hafa verið bærari um en
Haukur að skilja rétt það efni, sem sagan geymir og
skynja í hvaða tilgangi hún var skrifuð. Um þetta má
vissulega trúa honum betur en afritara frá 15. öld, sem
gerzt hefir sekur um „margar bersýnilegar og herfilegar
villur“, svo notuð séu eigin orð útgefandans Matthíasar
Þórðarsonar.18)
Með því að nafnið, Eir.s.r., hefir leitt menn til nokk-
urra ályktana um vinnubrögð söguhöfundar og gerð sög-
unnar, sem gefa tilefni til nánari athugunar, verður hér
á eftir vikið að þessu.
II.
Þegar litið er á söguna frá því sjónarmiði, að höfundur
hennar hafi þar ætlað að rita sögu Eiríks rauða og skýra
frá landnámi í Grænlandi, þá getur það ekki leikið á tveim
tungum, að honum hafi tekizt þetta miður vel. Matthías
Þórðarson hefir í formálanum fyrir útgáfu sinni bent á
nokkrar eftirtektarverðustu misfellurnar. Auk þess, sem