Skírnir - 01.01.1939, Síða 72
Skírnir
Eiríks saga rauða
69
áður er getið, telur hann það t. d. furðanlegt, að sögurit-
arinn skyldi ekki taka með í söguna úr Landn. allan þátt-
inn um fund Grænlands og landnám þar, og að hann gæti
þess einu sinni ekki að taka með orð Landn. um, hvar bú-
staður Eiríks hafi verið, en sagan getur hans síðar eins og
það væri áður kunnugt.17) Þá telur hann það einnig sér-
staka vangá, að söguritarinn hirðir ekki um að geta í 1.
kap. sonar Þorsteins rauðs, Ólafs feilans, sem ekki hafi
mátt sleppa, því að hann var langa-langafi Þorfinns Karls-
efnis.18) Þá bendir hann á það, að ekki sé getið í sögunni
frásagnar Ara um, að Eiríkur hafi fundið á Grænlandi
mannavistir o. fl., og sleppi höfundur alveg frásögn Ara
um hvenær Eiríkur hafi tekið að byggja landið, enda þótt
sú tímaákvörðun væri í Landn. og stæði í nánasta sam-
bandi við það, sem úr henni er tekið í söguna.10)
Til þess að bæta nokkuð úr misfellum söguritarans, fer
Matthías að dæmi Gustav Storms, skeytir inn í söguna,
aftan við 2. kap., köflum úr Landn., sem standa ekki í
handritum sögunnar. Svona er bjargföst trú þessara
uianna á því, að söguritarann hafi brostið skilning á verk-
efni sínu og verið mislagðar hendur um að setja söguna
saman. En það virðist dálítið hæpið að gera sér svona dælt
við söguna, þar sem einmitt þessi frásögn, sem þeir skjóta
inn, stendur einnig í sjálfri Hb., og þeir telja sig því vita
betur en Hauk, hvað í sögunni hafi átt heima.
Finnur Jónsson virðist einnig lenda í nokkrum vandræð-
um með söguna.20) Hann tekur svo einkennilega til orða,
að sagan hefjist með frásögn frá Þorvaldi, föður Eiríks,
heldur svo áfram og segir, að nafn sögunnar sé ekki alveg
nákvæmt, Eiríkur eigi aðeins hlut í upphafi sögunnar, þó
að vísu mikilsverðan, en að undanteknum fundi Græn-
lands segi annars undralítið frá honum, en það sé líklega
aí því, að ekkert hafi verið um hann að segja. Honum
finnst saga Leifs snubbótt og 1. kap. undarlegt fyrirbrigði
(mærkelig art). Þá getur hann þess til, að í hinni upp-
vunalegu Eiríkssögu hafi frásögnin hafizt á þeim feðgum
Þorvaldi og Eiríki. Kemst hann síðan að þeirri niður-