Skírnir - 01.01.1939, Síða 73
70
Björn Þórðarson
Skírnir
stöðu, að 1. og líklega 2. kap. Eir. s. r. hafi verið skeytt-
ur framan við hana í stað hinnar upphaflegu byrjun-
ar, sem hann að vísu veit ekki fremur en aðrir hvernig
hafi verið. B. M. Ólsen kemst að syipaðri niðurstöðu, nema
hann telur það vafalaust, að bæði 1. og 2. kap. séu teknir
úr Landn., en þar hafi aftur legið til grundvallar eldri
Eiríkssaga.21)
Jafnframt og það er haft í huga, að í 1. kap. sögunnar
er alls ekki minnzt á Eirík eða neitt, er honum kemur sér-
staklega við, er rétt að athuga, hvað frá honum segir eft-
ir að 2. kap. sleppir og gera sér grein fyrir, hvort það
muni líklegt, að höfundur 3.—14. kap. hafi í því riti ætl-
að að skrifa sögu Eiríks vegna þeirra atburða, er þar
segir frá.
I 3. kap. getur Eiríks ekki. I 4. kap.: Þorbjörn Vífilsson
og skuldalið hans dvelur hjá Eiríki síðari hluta vetrar.
Hásetar Þorbjarnar fengu vist hjá bændum. Um vorið
gefur hann Þorbirni land. í 5. kap.: Getið nafns konu Ei-
ríks og tveggja sona hans, Þorsteins og Leifs, er hann átti
við henni; hún tók kristni, en hann ekki, og eftir það vildi
hún ekki þýðast hann. Eftir mikla eftirgangsmuni lét Ei-
ríkur tilleiðast að verða fyrir för, með einu skipi með
tuttugu manna áhöfn, til að leita lands þess, er Leifur
hafði fundið. Þoi’björn átti skipið. Áður en farið var, fól
Eiríkur fé sitt, en iðraðist þess, er hann hafði fallið af
hestbaki, rifbrotnað og farið úr liði. Skipið lenti í hrakn-
ingum og var komið heim aftur með erindisleysu. I 6. kap.:
Eiríkur heldur brúðkaup Þorsteins sonar síns og Guðríð-
ar Þorbjarnardóttur. Hann tekur hana til sín og sér vel
um hennar kost eftir dauða manns hennar og föður. I 7.
kap.: Eiríkur býður Þorfinni Karlsefni og Bjarna Grím-
ólfssyni, með skipshöfnum þeirra, til veturvistar. En er
dró að jólum höfðu vistir í Brattahlíð gengið til þurrðar
og fékk það Eiríki mikils angurs. Karlsefni býðst þá til
að bæta úr skortinum. Það þiggur Eiríkur og er síðan
haldin svo stórmannleg jólaveizla, „að menn þóttusk trautt
þvílíka rausn sét hafa í fátæku landi“. Eftir jólin vekur