Skírnir - 01.01.1939, Side 74
Skírnir
Eiríks saga rauða
71
Karlsefni bónorð fyrir Eiríki um Guðríði. Ráðin takast,
veizlan er aukin og drukkið brúðkaup þeirra Karlsefnis
og Guðríðar. Voru þau í Brattahlíð um veturinn. Nú er
Eiríkur með öllu úr sögunni.22)
Þetta er allt, sem um Eirík segir í Eir. s. r. umfram
það, sem tekið er úr Landn. Það virðist lítt skiljanlegt,
að þessi fáu drög um athafnir Eiríks hafi fengið svo mik-
ils á höfund sögunnar, að hann þeirra vegna tæki sér fyrir
hendur að setja ritið saman. Það er skortur í búi og óhöpp,
sem steðjá að Eiríki, auk þess sem konan snýr við honum
baki. Þá þarf ekki að fara í grafgötur um það, hver lagt
hafi til föngin í brúðkaupsveizlu þeirra Karlsefnis og Guð-
ríðar. Þarna skilur svo sagan við hann, skýrir ekkert frá
neinu öðru, sem drifið1 hefir á daga hans, frá því að hann
festi bú í Grænlandi, og á andlát hans minnist hún ekki.
Ef þetta ásamt forskeyttum 1. og 2. kap., sem teknir
eru úr Landn. með þeim hætti, sem áður segir, er rétt-
nefnd ættarsaga Eiríks rauða, eins og G. Storm virðist
*tla, þá er hún vissulega „frábrugðin öðrum fornsögum
vorum“, en þannig kemst Matthías Þórðarson að orði í
formála sínum.23) Hún er megurst allra sagna, sem telja
■ná til ættarsagna, um þá menn, sem hún ætti að segja
frá, en býr þó allra verst að ættarhöfðingjanum sjálfum,
bar sem höfundurinn hefir af eigin efnum engu að miðla
um höfðingdóm hans og afrek nema misheppnaðri tilraun
til landaleitar. Það getur vart talizt til afburða skörungs-
skapar þótt hann, eftir brýningu Þorsteins, tæki við til
veturvistar með þeim feðgum nokkrum ráðstafalausum og
sjóhröktum skipverjum þeirra, og því síður þótt hann sæi
vel um hag tengdadóttur sinnar, er hún var orðin einstæð-
ingur. Sagan lætur hann síðan hverfa af sviðinu löngu
tyrir sögulok.
Þegar litið er á söguna frá því sjónarmiði, sem getið var
í npphafi þessa kafla, verður niðurstaðan í fám orðum
bessi: Höfundurinn notar undursamlega illa þá einu rituðu
heimild, sem hann sannanlega hefir haft fyrir sér. Hann
virðist ekki hafa þekkt aðrar ritaðar heimildir um Eirík