Skírnir - 01.01.1939, Side 75
72
Björn Þórðarson
Skírnii'
og landnám í Grænlandi, sem kunnar eru annars staðar
frá. Hann hefir fátt og lítið frá Eiríki að segja umfram
það, sem hann tekur úr Landnámu.
III.
Vér skulum nú leiða hjá oss í bili áðurnefndar rann-
sóknir og skoðanir fræðimannanna, gleyma því, að þær séu
til, og vér höfum það ekki í huga, að það hafi verið mark-
mið höfundarins, að rita sögu Eiríks rauða, skýra frá land-
námi í Grænlandi og ferðunum til Vínlands, heldur lesum
vér söguna eins og hún er nú í Hb., án fyrirsagnar. Er
vér höfum lokið við lesturinn og hugleiðum efni sögunnar
frá upphafi til enda, þá verðum vér þess áskynja, að þegar
í 1. og þá í 2. kap. hennar er það undirbúið, er á eftir fer,
og sögunni vindur fram, svo hvergi er rof á, þar til henni
lýkur. Það dylst ekki, að aðalsöguhetjan og eftirlæti höf-
undarins er kona, kristin, trúuð kona, og því næst hinn
kynborni, hugumstóri síðari eiginmaður hennar.
Nú athugum vér frá þessu sjónarmiði hvernig höfund-
urinn hefir sett söguna saman.
Hún hefst með því að gera grein fyrir Auði djúpúðgu
og segja frá henni, og er þar farið fljótt yfir sögu, en þó
er frá því sagt, eins og til bragðbætis, að Auður gipti Gró,
dóttur sína, þar sem þetta er talin vera síðasta merkis-
athöfn hennar áður en hún fór að leita íslands.
Ólaf feilan þykir eigi þörf að nefna, en það er ekki látið
ósagt, að Auður hafði bænahald, lét reisa krossa, var skírð
og vel trúuð, en hversu frændur hennar héldu trúna er
ekki hirt að greina. Hér til er fylgt Landn., en síðan segh’
höfundur frá eigin brjósti, að með Auði hafi komið út
margir göfgir menn, er herteknir höfðu verið og kallaðir
ánauðugir. Meðal þeirra var maður ættstór, að nafni Víf-
ill, og er þá getið orða Auðar um hann, og synir hans, Þor-
björn og Þorgeir, nafngreindir síðast í kapítulanum.24)
Þá segir í 2. kap. frá Eiríki rauða, deilum hans, bardög-
um og sekt áður en hann fór úr landi, svo og mótstöðu-