Skírnir - 01.01.1939, Page 76
Skírnir
Eiríks saga rauða
73
mönnum hans og styrktarmönnum, allt samkv. Landn.,
enda er meðal hinna síðarnefndu Þorbjörn Vífilsson, er
fylgdi Eiríki ásamt þeim Eyjólfi og Styr út um eyjarnar,
en því næst er bætt við þessum orðum, sem ekki standa í
Landn.: „og skildusk þeir með inni mestu vináttu. Kvezk
Eiríkr þeim skyldu verða at þvílíku trausti, ef hann mætti
sér við koma ok kynni þeir hans at þurfa“. Þá er skýrt
frá því, að Eiríkur fann land það, er hann leitaði að, hvar
hann fór þar og hvar hann dvaldist, þar til hann kom til
íslands aftur, dvöl hans hér í það sinn, bardaga við Þór-
gest og ósigri en síðan sáttum, og að hann sumarið eftir
fór að byggja land það, er hann hafði fundið og kallaði
Grænland, því að menn mundu fýsa þangað, ef það héti
vel. Hér endar 2. kap.
í 3. kap. er haldið áfram þar sem frá var horfið í 1.
kap. og kemur nú til sögunnar dóttir Þorbjarnar, Guðríð-
ur, sem þá er orðin gjafvaxta. Til hennar biðlar hinn væn-
legasti maður og flytur fóstri Guðríðar málið fyrir föður
hennar. Tekur hann þetta óstinnt upp og synjar þverlega,
þar sem biðillinn var lítillar ættar, sonur leysingja. Var
það því ekki að ófyrirsynju, að þess var getið í 1. kap., að
Vífill var ættstór og aðeins kallaður ánauðugur áður en
Auður leysti hann. Fjárhag Þorbjarnar hefir hrakað og
hann telur sæmd sinni ekki borgið hér og bregður nú á
það ráð að flytjast búferlum til Grænlands og vitja heita
Eiríks rauða vinar síns, er hann hafði þá er þeir skildust
á Breiðafirði. Býr Þorbjörn nú fei'ð sína, farnast illa, en
fók þó land í Herjólfsnesi, og þar tók við Þorbirni og öll-
um skipverjum hans hinn bezti bóndi, Þorkell að nafni, og
veitti þeim skörulega um veturinn.
í 4. kap segir frá Guðríði, er hún liðsinnti Þorbjörgu
lítilvölvu við seiðinn í Herjólfsnesi og þá að launum for-
sPá völvunnar um örlög sín, en í 5. kap. frá tilvonandi
^ági hennar og eiginmanni, það er æfintýrum og afrek-
um Leifs og eggjun Þorsteins til landaleitar og þeirri för.
Gg í 6. kap. segir frá giftingu hennar og Þorsteins, hinum
döpru dögum í Lýsufirði, sóttinni þar og andláti Þorsteins