Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 77
74
Björn Þórðarson
Skírnir
og heimför hennar til föður síns. Er þá komið að 7. kap.,
en þá hefst saga Þorfinns Karlsefnis. Héðan af fer saman
til loka 13. kap. saga þeirra Karlsefnis og Guðríðar um at-
burði og æfintýri, og afdrif aðalförunauta þeirra. Að lok-
um fylgir sagan þeim hjónum heim í Reynines og síðast
eru nafngreindir niðjar þeirra allt til þriggja biskupa.2r>)
Þegar sagan er lesin þannig, samkv. efni hennar, mun
fáum geta, dulizt, hve fráleitt það er, að nefna hana Eir.s.r.
Eftir að Björn M. Ólsen hafði bent á það og kveðið upp
úr með það, að til muni hafa verið önnur og eldri Eiríks-
saga, var rík ástæða til að athuga nákvæmlega, þegar út
var gefin svo vönduð útgáfa af Eir.s.r. eins og nú er feng-
in, og þar sem Hb. er lögð til grundvallar, hvort rétt væri
að láta leiðast af nafninu „saga Eiríks rauða“ í nr. 557.
Um skinnbók þessa, og virðist það eiga við alla bókina,
segir Guðbrandur Vigfússon, að hún sé að bókfelli, riti og
öllum frágangi með lakari skinnbókum teljandi, rituð gá-
lauslega og lítt hæf til að prenta eftir henni ef á öðru er
völ.20) Þetta álit virðist Matthías Þórðarson staðfesta með
ummælum sínum í formálanum fyrir Eir.s.r.
Það verður nú ekki um það vitað, hvað skrifari nr. 557
hafði fyrir sér þegar hann nefndi söguna eins og hann
gerði. Hann setur ekki nafnið næst á undan meginmáli
sögunnar eða fast við það, heldur efst á þeirri síðu, er sag-
an byrjar, en fyrstu 12 línur síðunnar eru endir annarar
sögu, er lýkur nálægt miðri línu, en þar á eftir eru einhver
ummæli skrifarans sjálfs til fyllingar og alveg út á' blað-
rönd. Sagan byrjar svo með 13. línu, en ekkert lengra bil
látið vera milli 12. og 13. línu en annars. Rúm er látið
vera fyrir upphafsstaf, en hann hefir aldrei verið dreginn.
Á hinni síðunni, með 9. línu, byrjar 2. kap. Þar er gerður
upphafsstafur,27) og er því ekki úr vegi að ætla, að skrif-
arinn hafi talið söguna eiginlega byrja þar, eins og Finnur
Jónsson gerði einnig og áður er minnzt á. Vera má, að
handrit það, er skrifari nr. 557 hafði fyrir sér, hafi ekki
haft neina fyrirsögn, og hann ekki áttað sig á í 1. kap.
hvaða saga þetta væri, en þegar hann kom í 2. kap, hafi