Skírnir - 01.01.1939, Síða 78
Skírnir
Eii'íks saga rauða
75
honum skilizt, að hér mundi vera saga Eiríks og viljað
marka þetta með því að draga upphafsstafinn þarna og
sett yfirskriftina efst á fyrri síðuna, enda ekki rúm ann-
ars staðar.
Það má ef til vill líta svo á, að það sé ekki mikilsvert
atriði hvaða nafn sagan ber, því að efni sögunnar breytist
ekki við það. En nafnið skiptir miklu máli, þegar lesand-
anum er ætlað að trúa því, að sagan sé virkilega saga Ei-
ríks rauða, og útgefandi skýrir ritið frá því sjónarmiði.
Matthías Þórðarson gerir þetta. Hann er þó á gagnstæðri
skoðun við Finn Jónsson um 1. kap. og finnur, að hann
er eðlileg byrjun sögunnar. Hann virðist þó hafa mjög
vakandi auga eða tilfinning fyrir vansmíðum á sögunni
og sleppur 1. kap. ekki við þá gagnrýni hans. Honum
þykir veila í frásögninni, þar sem Ólafur feilan er ekki
nefndur. En höfundur ritsins hefir ekki talið þess neina
þörf, því að honum var nóg að gera grein fyrir Þorbirni.
Þótt nafni Ólafs feilans sé einnig sleppt í 7. kap., þá má
ef til vill gefa Hauki sök á þeim galla, ef svo á að meta
þetta, en reybdar virðist það nógu skilmerkilegt og sæmi-
legt að láta það nægja að rekja til Þórðar gellis. Hvor-
ugur þessi annmarki virðist því vera svo mikilvægur, að
til missmíða á ritinu geti talizt. En hin önnur missmíði,
er hann telur vera á gerð sögunnar, eru beinlínis og ein-
&öngu afleiðing af því, að nafnið Eir.s.r. glepur honum
sýn eða skorðar skilning hans á sögunni. Hann lætur það
þó uppi, að það muni vera frásagnir Guðríðar um allt það,
er fyrir hana hafði borið frá því að hún fór fyrst úr landi
hér og þar til hún kom til íslands aftur, sem einmitt sé
aðaluppistaðan í sögunni og líkastar til að hafa varðveitzt
hjá sonum hennar og börnum þeirra og hinum merku af-
komendum þeirra. Ennfremur hallast hann að þeirri skoð-
Ulb að sagan sé samin norðanlands.
Ekkert er sennilegra um tildrögin til sögunnar og rit-
unarstað en það, sem nú var sagt. En er það þá ekki fjarri
öhum líkum, að höfundurinn hafi í þessu riti haft það að
uiarkmiði, að setja saman sögu Eiríks rauða? í sögunni