Skírnir - 01.01.1939, Síða 79
76
Björn Þórðarson
Skírnir
sjálfri er ekkert, sem styður það, að tilgangurinn hafi
verið sá. Ef sagan er leyst undan þeim álögum, að vera
talin saga Eiríks rauða, verður efnismeðferð og list höf-
undar fyrst metin að verðleikum.
Hér á undan var bent á það, að útgefendur sögunnar
hefðu gert sér dælt við höfund hennar með því að fella
inn í hana kafla, sem í hvorugu handriti hennar stendur.
Er þetta afleiðing af því, að þeir hafa lagt trúnað á rétt-
nefni sögunnar í nr. 557. Þvílík undirgefni gagnvart þessu
handriti virðist eiga að víkja fyrir meginefni ritsins sjálfs,
sem ber því glögglega vitni, að höfundurinn er hér að setja
saman sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þorfinns Karls-
efnis. Hann er að segja frá hinum einkennilega og stór-
brotna æfiferli hennar, sem hvergi átti sinn líka, og æfin-
týrum og afrekum beggja. Ef menn vilja ekki eða geta
ekki gert sér þetta ljóst, er listgildi sögunnar um leið stór-
um vanmetið. Sagan er íslenzk ættarsaga af hreinustu
tegund, þar sem Eiríkur rauði er nauðsynlegur aðili og
ekkert umfram það. Fyrsti og annar kapítuli er fullkom-
lega eðlilegt upphaf sögunnar. Það verður að telja það
byggt á misskilningi á gerð sögunnar, að bera það fram,
að þeir hafi verið skeyttir framan við hana í staðinn fyrir
eitthvað annað. Með sama rétti mundi mega segja svipað
um marga kapítula í öðrum íslendingasögum. Landnáma
myndar hér, eins og venjulega, upphaf sögunnar, enda var
þar gerð sú grein fyrir Eiríki og athöfnum hans, er hon-
um hæfði og sagan þurfti. Eðlilegt var að fella ekkert
niður af því sem í Landnámu stóð um Eirík, finnanda
Grænlands og fyrsta landnámsmann. Aðra landnámsmenn
þar þurfti sagan ekki að greina, aftur á móti var það mik-
ilsvert atriði að skýra frá könnun Eiríks og örnefnagjöf-
um. Vestri-byggð kemur því ekki ókunnuglega fyrir, þeg-
ar þess er getið, að Þorsteinn Eiríksson átti þar bú og ætl-
aði að setjast þar að með hinni ungu brúði sinni.
Allar persónur sögunnar eru nægilega, og sumar ræki-
lega, kynntar áður en hlutdeild þeirra í athöfnum hefst.
Allir viðburðir undirbúnir með þeim hætti, að þeir njóta