Skírnir - 01.01.1939, Síða 80
Skírnir
Eiríks saga rauða
77
sín sem bezt. Það virðist hvergi verða sagt með réttu, að
höfundi séu mislagðar hendur í sögugerð sinni, engu of-
aukið til lýta og ekkert fellt niður,, er söguefni hans varð-
ar. Það er líka einkennilegt, að þau missmíði, sem útgef-
endur hafa haft orð á, eiga við þá kafla sögunnar eina, sem
snerta Eirík og landnám í Grænlandi. Það er aðeins skiln-
ingur eða öllu heldur misskilningur þeirra sjálfra, að höf-
undur hafi átt að segja frá landnámi þar. Sögunnar vegna
gerðist þess ekki þörf umfram það, sem frá Eiríki segir.
Þá verður og að meta frásagnirnar um Vínlandsferðirnar
í Ijósi þess, að þær eru þáttur í lífi, athöfnum og æfintýr-
um þess fólks, sem sagan snýst um. Höfundinn hefir vart
órað fyrir því, að hann í þessu efni var að segja frá at-
burðum, sem mörgum öldum síðar þykja heimssögulegir
viðburðir, enda er sagan að því einu leyti frábrugðin öðr-
um Islendingasögum, því að margar þeirra segja frá tíð-
indum, sem gerast utan íslands. Það skilur meðal annars
þessa sögu og Grænlendingasögu, að sú saga virðist skrif-
uð einmitt í þeim tilgangi að segja frá Vínlandsferðunum,
sbr. niðurlagsorð hennar: ,,Ok hefir Karlsefni görst sagt
allra manna atburði um farar þessar allar, er nú er nökkut
°i’ði á komit“. Hér skal að öðru leyti ekki gerður saman-
burður á sögum þessum.
IV.
Það er kominn tími til þess að binda að fullu enda á það
ahrifavald, sem hinn áðurnefndi norski fræðimaður hefir
haft um skilning manna á þessari sögu. Svo sem áður er
Sagt, var skoðun hans aðallega byggð á þeim reginmis-
skilningi, að hér væri um hina réttu, fornu Eiríkssögu að
l’æða. Þessi misskilningur ásamt nafninu á sögunni í AM
557 varð til þess, að hann með órökstuddum getgátum
royndi að gera tortryggilegt handrit Hauksbókar og taldi
að því væri ekki treystandi. Þetta hafa íslenzkir fræðimenn
kveðið niður. Hinn fullkomnari, réttari og eldri texti hefir
Verið tekinn fram yfir hinn.
^á er það og nú talið tvímælalaust, að Landnáma hafi