Skírnir - 01.01.1939, Síða 81
78
Björn Þórðarson
Skírnir
verið hin eina ritaða heimild, sem höfundurinn hafði fyrir
sér. Með þessu er þá ennfremur sagt og óefað með réttu,
að höfundurinn hafi ekki notað hina virkilegu Eiríkssögu,
sem þó er víst, að verið hefir til rituð og einmitt notuð
sem heimild fyrir Landnámu.
Úr því að Eiríkssaga er glötuð, eigum vér sannarlega að
þiggja með þökkum það, sem segir frá Eiríki í öðrum forn-
ritum vorum en Landnámu. En það er meira en unnt er að
fella sig við, að saga, sem berlega er samin í öðrum til-
gangi en að rita sögu, Eiríks, skuli þó talin eiga að bera
nafn hans. Heimildargildi sögunnar fyrir Vínlandsferð-
irnar rýrnar ekki við það, þótt hún sé lesin og skýrð eftir
því, sem gerð hennar og efni segir til og látin bera það
nafn, sem eðlilegast er samkvæmt því.
Það er nú síður en svo, að gefa þurfi sögunni nýtt nafn.
Hér er um það eitt að ræða, að svipta hana ekki nafni hins
íslenzka höfðingja, Þorfinns Karlsefnis, sem hún hefir
sannanlega borið í meira, en 600 ár. Að vísu kemur Þor-
finnur ekki til sögunnar fyrr en í síðari hluta hennar,
en eins og áður er sýnt, er sjálfur söguþráðurinn óslitinn
frá upphafi, en með margskonar ívafi, sem þó, allt stefnir
að sama marki. Þar er það kona Þorfinns, víðförulasta
kona jarðarinnar á sinni tíð, sem söguritarinn gerir að
aðalsöguefni sínu. Það kom þó ekki til mála á öld sögurit-
arans að kenna söguna við nafn konu, en hinn síðari eigin-
maður hennar var svo glæsilegur maður og hafði unnið svo
stórfellt afrek, að sagan hlaut með réttu að bera nafn
hans, enda þótt höfundinum hafi ef til vill ekki verið það
eins Ijóst og síðari tíma mönnum, að Þorfinnur Karls-
efni hafði með hinum djarfa leiðangri sínum gerzt höf-
undur merkilegs þáttar í framsókn hins hvíta kynstofns
mannkynsins.
Þess ætti að mega vænta, að íslenzkir fræðimenn taki aö
virða söguna svo mikils, að þeir hætti að fleyga hana með
aðfengnum innskotsgreinum. Það væri skref í áttina til að
glæða skilning á réttu samhengi sögunnar og því, að hún