Skírnir - 01.01.1939, Síða 83
Jakob Thorarensen
í háuni tilgangi
Þetta gerðist allt með þeim ósköpum, sem naumast áttu
sér neina hliðstæðu.
Að minnsta kosti fannst henni það stundum, þegar hún
velti því fyrir sér. í hans augum var það aftur minna undr-
unarefni, og í sjálfu sér ekki annað en það, sem hann
hafði alltaf getað búizt við — sem sé, að yrði hans innri
eldur laus á annað borð, þá myndi hann ekki geta ráðið
við neitt.
Mörg undanfarin ár, — fjögur, eða öllu heldur fimm ár,
hafði hann nefnilega gengið með þessa leyndu, funandi
íkveikju, og hann hafði átt að stríða við einþykka og óvið-
ráðanlega flónsku í inni sínu, sem sór það stöðugt og sárt
við lagði, að engin kona á jarðríki væri, hefði verið, né
mundi nokkru sinni til verða henni lík. Það var ekki ein-
vörðungu fegurðin, það var meðfram einhver trylli-galdur,
sem ýmist vakti gunnreifni eða olli nærri yfirliði, þegar
henni brá fyrir.
Og það var ugglaust þessi ofbirta í augum, sem bakaði
honum þess háttar veilni eða vanmáttarkennd, að hann —
jafn áfjáður maður í öðrum efnum — hann lét framrás-
ina dragast úr hömlu, meðan allt var þó frjálst.
En ekki stóð á því, að guð væri beðinn heitt, eða honum
boðin ýms tylliboð í þessu sambandi. Yrði þessari þrá að-
eins gefinn kostur á fárra missera fullnægingu, þá mátti
drottinn allsherjar sem sé gera hvað sem honum sýndist
við afgangana af tilveru hans, — það er að segja, að af-
staðinni þessari stuttu, tilskildu himnaríkisvist á jörðu.
En guð skipti sér engan hlut af þessu máli, að því er