Skírnir - 01.01.1939, Side 84
Skírnir
í háum tilgangi
81
virtist, því þegar ungfrúin var tuttugu og þriggja ára, þá
giftist hún öðrum manni fyrirvaralaust.
Nú-jæja, látum svo vera; sú eldraun var að sönnu ægi-
leg í svipinn, en allt um það stóðst hann hana þó flestum
vonum framar. Og eiginlega brá svo við, að í huga hans
gerðist allt með nokkru kyrrari kjörum á því skeiði æfinn-
ar, sem í hönd fór, — eins konar millibilsástand, sem ent-
ist honum tvö eða þrjú árin næstu.
En það var þetta, að þau voru börn sömu borgar, og
hann sá henni allt af öðru hvoru bregða fyrir á götu.
Hann fylgdist og nákvæmlega með högum hennar af heitu
megni þeirrar áköfu ástríðu, sem lá stöðugt eins og fal-
inn eldur í þeli hans.
Hann var þess alls ekki vís, að hún væri tiltakanlega
hamingjusöm, sem naumast var heldur von, því það gat
ekki hafa verið alvara forsjónarinnar, að nokkur maður
nyti hennar annar en hann sjálfur. Það var sem sé nær
óhugsandi, að neinum öðrum hefði verið í brjóst lagin
Jafn óslökkvandi þrá.
Og hvernig veik þessu við um hana?
Árin liðu, tvö ár, jafnvel þrjú ár, og samt hafði hún
enn eigi skotið neinum frjóanga. Var það hugsanlegt um
yndislegustu konuna á jörðu, að henni væri ekki ætlað að
blómstra? Nei, það gat ekki staðizt. Hitt var aftur skilj-
anlegt, að hún mætti ekki verða fyrir neinni vanhelgun í
Því efni. Og það hafði vafalaust frá upphafi verið ein og
aðeins ein óhagganleg tilætlun hinna réttlátu náttúruvalda
1 sambandi við þessa stöku, frábæru konu: Hann og eng-
mn annar.--------
Hann gegndi allvirðulegu starfi, var mikils háttar for-
stjóri, „án ábyrgðar“ þó, það er að segja: Hann veitti for-
stöðu alþjóðarfyrirtæki og svamlaði í mikilvægum sýslun-
uni. Þegar eitthvað heppnaðist í starfrekstrinum, hlaut
hann ótæpt lof fyrir stjórnsemi og framtak, en mistök öll
°8' sleifarlag skrifuðust í dálk erfiðs árferðis. Hann mátti
því kallast allvel settur, var að hálfu leyti frjáls, eins og
6