Skírnir - 01.01.1939, Page 86
Skírnir
í háum tilgangi
83
ÞaS var ekki laust við, að hann hampaði nokkuð svo
borgaralegri makt sinni og veldi þennan maímorgun. Hann
var afar prúðbúinn, hrafnsvartur klæðaiitur og snjóhvít
lín stungu mjög í augu, og hann bar hatt og hanzka af
allra dýrustu gerð. Þrátt fyrir allan ofsann og ákafann
gerði hann sér og far um að breiða siðfágun yfir fram-
komu sína, svo sem framast voru föng til, eins og á stóð.
Hún stóð mjög annan veg að vígi, enda með öllu óvið-
búin. Hún var í bládropóttum morgunkjól og hafði ekki
lokið árdegissnyrtingu sinni til neinnar hlítar, — auðvit-
að tiguleg og yndisleg sýnum, jafnt fyrir því, það sá
hann á augabragði. En þegar einrúmið umlukti þau skyndi-
lega inni í stofunni, algerlega óvænt einrúm, þá gætti dá-
lítillar undrunar eða uppburðarleysis í fasi hennar, því að
hún vissi ekki hverju þetta mundi sæta.
„Þér þekkið mig, frú, — eg þori að fullyrða, að þér
þekkið mig“, mælti hann fyrstra orða, og honum var tals-
vert ómótt, þótt honum tækist að miklu leyti að dylja það.
„Jeg? — Ja, eg veit varla — jú, eg mun hafa þann
heiður að vit'a nafn yðar og þekkja yður í sjón, — ekki
öðru vísi“, svaraði hún og roðnaði við, því hún fann ósjálf-
rátt einhvern hita í lofti og fékk veður af því, að naum-
ast mundi verið að hefja máls á almennu viðskiptaerindi.
„Eg vissi, að ekki gat með neinu móti hjá því farið, að
bér þekktuð mig, og þér hljótið að hafa þekkt mig lengi,
— því að sjálf hverfið þér aldrei — eða getið aldrei úr
huga mínum horfið. En vitið þér það, frú, að í lífi okkar
heggja hafa átt sér stað sár og ægileg misgrip, og eink-
um samt í yðar lífi, því að eg — eg er þó óbundinn og
gæti heldur aldrei bundizt nema — nema einni einustu
honu í veröldinni“.
„Ha ha hæ. Það var að tarna, já. En þér verðið að af-
saka; stúlkan brá sér í annað hús, og nú sýður víst vell-
mgurinn senn upp úr pottinum“.
„Vellingurinn, segið þér. — Eg get fullvissað yður um
hað, að í sambandi við það mál, sem hér er um að ræða,
6*