Skírnir - 01.01.1939, Page 87
84
Jakob Thorarensen
Skírnir
mega engir smámunir nefnast á nafn. — Ungfrú Þrúður
Vagnsdóttir, ja, þér fyrirgefið ávarp mitt, en þér eruð
ungfrú enn í mínum augum og verðið alltaf ungfrú þang-
að til — já, þangað til við náum að bindast, njótast, unn-
ast. En þá, — já, því eg get fullyrt, að upphafleg tilætlun
guðs — það er að segja, eg sver yður við allt, sem satt er
og rétt, að það — það verður einungis skylda okkar beggja
við land okkar og þjóð“.
„Þér afsakið, herra minn, en eg skil víst ekki rósamál
yðar til fullnustu, en hitt þykist eg samt skilja, að þér haf-
ið viljað heiðra mig með harla einkennilegri heimsókn og
þér hafið reynt að koma orðum að stórfelldari ósvífni
heldur en nokkur annar maður hefir fyrr eða síðar leyft
sér að orða í mín eyru“.
„Ungfrú Þrúður Vagnsdóttir, eg bið yður að svo komnu
aðeins einnar bónar. Hún er þessi: Skiljið það og sann-
færist um það eitt, að það, sem eg hefi yður að flytja, á
ekki skylt við ósvífni fremur en sannasti sannleikurinn á
skylt við hana. Eins bið eg yður að átta yður á því, að
heitasta hugðin og dýpsta þráin eiga sama rétt á sér eins
og röðull vorsins. Okkur mun hvorugu stoða að sporna
móti örlögunum, og sannlega segi eg yður, að sami draum-
urinn eða sama óslökkvandi þráin, sem eg hefi borið í
brjósti mörg undanfarin ár, hún mun einnig altaka yðar
huga, ungfrú, eftir fáar vikur, því að skyldan hvíslar —■
já, annað veifið mun hún hrópa á okkur bæði, skyldan við
þjóð okkar, sem stundum hefir óneitanlega verið of fá-
tæk að dýrlegum, stórum sonum“.
„Eg á engin orð til yfir svona framkomu“, sagði hún
af móði og reis gegnt honum í öllum sínum afburða glæsi-
leika, eins og þverhnípt berg. „Og þér — þér dirfist að
nefna mig ungfrú og vitið samt, að eg er gift kona, þér
talið eins og þér búist við að hann — hann eigi enga ósk
eða kröfu í sambandi við mig. Þér hossið yður bara — já,
þér veltið yður einungis í taumlausum svívirðingum í
minn garð, saklausrar konu — eða að minnsta kosti al-