Skírnir - 01.01.1939, Síða 91
88
Jakob Thorarensen
Skírnir
fylgdi æfinlega eins konar frekja, eða þannig leit þetta
oft út á yfirborði, — því nær hvað varlega, sem reynt var
orðum að haga. — En hún fyrirvarð sig einkanlega vegna
einnar hugsunar, sem ásótti hana oftlega, því að hugsunin
var nærgöngul og óleyfileg: Hún var nefnilega nærri viss
um að heitur, ákafur hugur hafði fylgt máli hjá honum,
það hafði áreiðanlega falizt djúp einlægni og sólheit þrá
að baki þessara andvaralitlu orða, — þrá, sem átti kann-
ske engan sinn líka um kraft og karlmannlega fórnfýsi.
•----Það hafði verið undarlegt uppátæki hjá honum og
alveg skakkt um leið, að ávarpa hana hvað eftir annað
sem ungfrú, og samt — —. Já, hugur hennar reikaði
stundum víða á hljóðum einverutímum: „Forsetinn“, „fó-
getinn“, eða þá til að mynda maður eins og Jón Eiríksson
„konferenzráð“. Lifandi undur hlutu annars mæður jafn
dýrlegra sona að vera hamingjusamar og reyndar faðir
og móðir bæði jafnt . . .
Sjálf myndi hún á hinn bóginn vafalaust aldrei eignast
afkvæmi, — eða ekki voru horfur á því, eftir þriggja ára
hjónaband. —
En hvað sem öllum þess háttar bollaleggingum leið, þá
gat hún ekki af sér fengið, þegar stundir liðu fram, að
skeyta skapi sínu á fögrum, saklausum blómum. Hún elsk-
aði einmitt hinar grænu og rauðu dásemdir vorgróandans
um hvern hlut fra-m og ilmur blómstra vakti henni jafn-
an ljúfa, svimandi sælukennd, og jafnframt tignaði hún
ósegjanlega kyrran kraft hinnar frjóvu moldar. Og sízt
af öllu var líka ástæða til að glata fögrum, dýrum blóm-
knippum, þegar þess var gætt, að sendandi þeirra myndi
vitanlega aldrei gera alvöru úr neinum endurteknum af-
glöpum í hennar garð; hún þorði þvert á móti að ábyrgj-
ast, að blómin táknuðu aðallega afsökunarbeiðni á böldnu,
gálauslegu frumhlaupi.
Þessi ályktun hennar reyndist þó skökk, — hulin, hálf-
hikul ósk hennar miklu nær sanni: Hann stóð við frum-
hlaup sitt og alla óbilgirni sína, eins og hraustur, djarfur
miðaldariddari. Hann tignaði hana og þráði, með öðrum